Dýradagurinn 22. maí

Dýradagurinn 22. maí 2019

Þann 22. maí 2019, á alþjóðlegum degi lífbreytileika, verður litrík skrúðganga barna og ungmenna sem hefur það að markmiði að vekja athygli á umhverfismálum og sérstaklega málefnum hafsins. Gangan hefst kl. 14:30 og gengið verður frá Laugarnesskóla yfir í Grasagarðinn.  

Skrúðganga og dagskrá

14:00-14:30 Nemendur klæða sig í búninga og safnast saman á skólalóð Laugarnesskóla

14:30-15:00 Gengið í skrúðgöngu inn í Grasagarðinn (götum verður lokað tímabundið)

15:00-15:30 Dagskrá í Grasagarðinum, stutt ávörp, hugvekja frá nemendum og skemmtun.

Dýradagurinn verður haldinn í fyrsta skipti á Íslandi 22. maí 2019 en þessi dagur er alþjóðlegur dagur líffræðilegrar fjölbreytni. Dýradagurinn er valdeflandi viðburður sem gefur nemendum tækifæri til að læra um og vekja athygli á m.a. loftslagsbreytingum, plastmengun og fjölbreytni lífríkisins. Gengið verður í litríkri skrúðgöngu frá Laugarnesskóla yfir í Grasagarðinn þar sem skipulögð dagskrá verður. Viðburðurinn er opinn öllum og er liður í 50 ára afmælisdagskrá Landverndar.

Þema göngunnar er málefni hafsins og er viðburðurinn settur upp sem blanda af umhverfisfræðslu og skapandi vinnu með börnum og ungmennum sem m.a. felst í búninga- og grímugerð úr efnivið sem annars væri fleygt.

Úr hugmyndasmiðju Dr. Jane Goodall

Dýradagurinn er byggður á hugmynd frá Roots & Shoots samtökum Jane Goodall í Taiwan og Argentínu sem kallast „Animal Parade“. Jane Goodall sjálf sýnir þessum viðburðum alltaf mikla athygli og stefnir á að vera viðstödd á Dýradeginum á Íslandi vorið 2020.

Samstarfsaðilar í verkefninu eru Landvernd, Reykjavíkurborg, Grasagarður Reykjavíkur, Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn, Fuglavernd, Norræna húsið, Barnamenningarhátíð, Myndlistaskóli Reykjavíkur og Ragnheiður Maísól Sturludóttir, listakona.

Viðburðurinn: Dýradagurinn

Viðburðurinn á Facebook: Dýradagurinn

Dýradagurinn 2019

Vilt þú vekja athygli á umverfismálum á skemmtilegan og skapandi hátt? Þá er dýradagurinn fyrir þig!

Dýradagurinn er viðburður þar sem ungu fólki gefst tækifæri á að vekja athygli á umhverfismálum með kröftugri og litríkri skrúðgöngu.  Viðburðurinn er settur upp sem blanda af umhverfisfræðslu og skapandi vinnu með börnum og ungu fólki. Þátttakendur skapa búninga úr endurnýttum efnivið og ganga svo í skrúðgöngu. Þema göngunnar er málefni hafsins, sem endurspeglast í grímu-og búningum. Málefni hafsins eiga m.a. við um vanda eins og plastmengun í hafi, hnignun lífbreytileika, súrnun sjávar og dýr á válista. Skrúðgangan sameinar þannig umhverfismál og myndlist á einstakan hátt sem skapar jákvæð, uppbyggileg og sjónræn áhrif.

Dýradagurinn er byggður á hugmynd frá Roots & Shoots samtökum Jane Goodall í Taiwan og Argentínu sem kallast „Animal Parade“.

Dýradagurinn verður haldinn í fyrsta skipti á Íslandi 22. maí sem er alþjóðlegur dagur líffræðilegrar fjölbreytni.  Gengið verður í skrúðgöngu frá Laugarnesskóla yfir í Grasagarðinn þar sem skipulögð dagskrá tekur við.

Opnir viðburðir í aðdraganda Dýradagsins:
Þessir viðburðir eru opnir öllum almenningi og er ætlað að vekja athygli á Dýradeginum, Jane Goodall, málefnum hafsins og stuðla að skapandi vinnu fyrir þátttakendur

  •  14. apríl 2019. Skapandi búninga- og grímusmiðja sem undirbúningur fyrir Dýradaginn í Gerðubergi á Barnamenningarhátíð.
  • 11.-12. maí 2019. Skapandi búninga- og grímusmiðja sem undirbúningur fyrir Dýradaginn á Umhverfishátíð Norræna hússins.

 

Dagskrá Dýradagsins 22. maí

14:00-14:30 Nemendur klæða sig í búninga og safnast saman á skólalóð Laugarnesskóla

14:30-15:00 Gengið í skrúðgöngu inn í Grasagarðinn (Reykjavegi verður lokað tímabundið)
15:00-15:30 Dagskrá í Grasagarðinum, stutt ávörp, hugvekja frá nemendum og skemmtun.

Samstarfsaðilar í verkefninu eru Landvernd, Fuglavernd, Myndlistaskóli Reykjavíkur, Ragnheiður Maísól Sturludóttir, Norræna húsið og Reykjavíkurborg (þar á meðal Grasagarðurinn, Fjölskyldu og húsdýragarðurinn og Gerðuberg ásamt Barnamenningarhátíð).