Októbertilboð - gerast félagi
Þeir sem gerast félagar í október fá bæklinginn Garðfugla í kaupauka.

Umræðan um loftslagsmál og umhverfismál vekur oft upp spurninguna: Hvað get ég gert? – Okkar svar er: Leggðu þitt af mörkum og taktu þátt í Fuglavernd.

Fuglavernd eru frjáls félagasamtök og reiða sig á árgjöld félaga sinna. Félagsgjöldin standa straum af grunnrekstri félagsins án þess að vera tengd ákveðnum verkefnum sérstaklega.

Hægt er að velja um fjölskylduaðild, einstaklingsaðild eða aðild fyrir ungliða og/eða eldri borgara.

Félagsmenn Fuglaverndar fá:

  • Áskrift að tímaritinu Fuglar
  • Frítt inn á viðburði á vegum félagsins
  • Forgang í fuglaskoðunarferðir á vegum félagsins

Án árgjalda félagsmanna værum við lítils megn.

Þeir sem greiða árgjaldið fá sent eintak af tímaritinu Fuglum við skráningu. Auk þess geturðu skráð þig á póstlista félagsmanna og færð fréttir af fundum, fuglaskoðunum, myndakvöldum og öðrum viðburðum sem félagið stendur fyrir. Í vefversluninni okkar kennir ýmissa grasa, endilega líttu þar inn.

Gerast félagi