Um áratugaskeið hafa gæsir verið talda á vetrarstöðvum á Bretlandseyjum. Um helgina, 30. – 31. október 2021 beinast talningar að heiðagæs. Því væri mjög gagnlegt að fá upplýsingar um þær heiðagæsir sem menn verða varir við hér á landi á næstu dögum, hvar þær sáust og eitthvað mat á fjölda þeirra. Þessar upplýsingar verða sendar samstarfsaðilum á Bretlandseyjum sem taka saman árlegar skýrslur um talningarnar, sjá: https://monitoring.wwt.org.uk/our-work/goose-swan-monitoring-programme/reports-newsletter/
Vinsamlega sendið þessar upplýsingar til Svenju Auhage, Náttúrufræðistofnun Íslands): svenja@ni.is . Einnig tekur Arnór Þ. Sigfússon hjá Verkís ats@verkis.is á móti slíkum upplýsingum.
Umferð um vegi landsins virðist hafa umtalsverð áhrif á fuglalíf og benda nýjar niðurstöður rannsóknar til þess að sumum tegundum mófugla fækki um meira en helming við vegi þar sem umferðin er frá því að vera lítil og upp í um 4.000 bíla á sumardögum.
Þetta má lesa út úr niðurstöðum rannsóknar eða forkönnunar þriggja höfunda á áhrifum umferðar á fuglalíf, sem birt er á vef Vegagerðarinnar og um fjallað í Morgunblaðinu í dag. Kannaður var þéttleiki algengra mófugla við vegi með mismikla umferð og vöktunargögnum safnað við vegi á Suðurlandi 2011-2018.
„Niðurstöður benda til að vegir minnki þéttleika sumra mófugla langt út fyrir veginn. Flestir vaðfuglarnir eru sjaldgæfari nær vegum og sumum þeirra fækkar meira nær umferðarþyngri vegum,“ segir þar.
Ofveiði fisktegunda, veiðar og mengun eru meðal þátta sem valda álagi á fuglana en loftslagsbreytingar gætu reynst stærsta áskorunin.
“Lundinn er algengasti fugl Íslands” segir dr. Erpur Snær Hansen, stjórnarmaður í Fuglavernd og starfandi forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands. “Og hann er líka mest veiddur”.
Ásamt dr. Fayet, frönskum vísindamanni við Háskólann í Oxford, vinnur Erpur Snær Hansen að rannsókn hennar við vöktun á fjórum lundabyggðum, tveimur á Íslandi, einni í Wales og einni í Noregi. Frá árinu 2010 hefur dr. Erpur Snær einnig framkvæmt talningar tvisvar á ári, “lundarallið” þar sem hann ferðast tæpa 5.000 km hringinn í kringum landið og heimsækir um 700 merktar lundaholur í 12 lundabyggðum. Talin eru egg og ungar.
Hitastig sjávar umhverfis Ísland stjórnast af langtímasveiflum þar sem hlýskeið og kuldaskeið skiptast á. Frá 1965-1995 ríkti kuldaskeið og núverandi er hlýskeið. Dr. Erpur Snær segir að mælingar á hitastigi að vetri sýni hlýnun um 1°C, sem virðist vera lítið en hefur mikil áhrif á sandsíli. Kenning hans er þessi: “Ef hitastig hækkar um eina gráðu, breytir það vaxtarhraða og getu þeirra til að lifa af veturinn”.
Lundarallið hefur sýnt að 40% lundaunga léttast með tíma, sem er önnur slæm vísbending.
Þegar fullorðnu fuglarnir geta ekki veitt nóg til að fæða sjálfa sig og ungana, þá taka þeir ákvörðun með eðlisávísun sinni; ungarnir svelta.
Dr. Fayet kallaði leit sína “hjartabrjótandi”: “Þú stingur hendinni inn í lundaholuna og þreifar fyrir þér, finnur lítinn bolta á gólfinu, en áttar þig þá á því að hann er kaldur og hreyfir sig ekki”.
Fuglavernd eru aðilar að BirdLife International sem eru ein elstu náttúruverndarsamtök heims en sögu þeirra má rekja aftur til 1922.
Í samantekt BirdLife um ástand fuglastofna heimsins kemur m.a. fram að einn af hverjum átta fuglastofnum er talinn vera í útrýmingarhættu. Þrátt fyrir að fréttirnar séu slæmar þá er hægt að grípa til ýmissa ráða, um það má líka lesa í skýrslunni.
CAFF stendur fyrir Conservation of Arctic Flora and Fauna eða verndun gróðurs og dýralífs á Norðurskautinu var að gefa út skýrslu: State of the Arctic Marine Biodiversity Report eða Ástand líffræðilegs fjölbreytileika sjávar á Norðurskautinu. Efni skýrslunar er mjög yfirgripsmikið allt frá botndýrum og svifi yfir í fiska, sjávarspendýr og sjófugla.
Sem dæmi má nefna að mörgum tegundum sjófugla fækkað í Norðaustur Atlantshafi, í Noregi, á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum. Ísmáfinum hefur fækkað um 80-90% síðustu 20 ár í heimskautaeyjum Kanada og Norðaustur Atlantshafi og í Rússlandi hefur útbreiðsla skroppið saman í samræmi við hopun ísjaðarsins til norðurs.
Allir þeir sem láta sig umhverfið varða, sem og fuglavernd ættu ekki að láta þetta efni framhjá sér fara.
Þann 8. mars 2017 kallaði Fuglavernd saman hagsmunaaðila í grásleppuveiðum til að ræða rannsóknir sem við höfum verið að sinna undanfarin tvö ár um fuglameðafla í grásleppunetum.
Forsaga málsins er sú að 2015 og 2016 fékkst styrkur í gegnum Breska fuglaverndarfélagið og BirdLife til að rannsaka hve mikill fuglameðafli raunverulega sé í grásleppunetum og réðum við bæði árin, sjávarlíftæknisetrið Biopol til athugunarinnar. Þriðja ár rannsóknanna er 2017.
Við áttum okkur á því að ekki verður staðar numið hér. Til þess að öðlast betri skilning á umfangi og draga úr meðafla á fuglum við grásleppuveiðar er eftirfarandi lagt til:
Haldið verði áfram að afla gagna með sambærilegum hætti og gert var í verkefninu árin 2015 og sérstaklega árið 2016.
Fundnar verði leiðir til að bæta áreiðanleika skráninga í afladagbækur.
Framkvæmdar verði tilraunir til þess að reyna að minnka meðafla á fuglum við hrognkelsaveiðar og gerð verði yfirgripsmikil talning á sjófuglum við Ísland til þess að meta stofnstærð þeirra.
Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson
Meira um verkefnið: Fuglameðafli
Við notum vafrakökur og aðra mælingatækni til að bæta vafraupplifun þína á vefnum okkar, sýna persónulegt efni, greina umferð um vefinn og skilja hvaðan úr veröldinni við fáum heimsóknir á vefinn okkar. Persónuverndarstefna okkar tók gildi 20. júlí 2018.
Með því að velja OK samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum og öðrum rekjanleika.
OKNeiPersónuverndarstefna