Laugardaginn 11. maí er Alþjóðlegi farfugladagurinn að vori. Að því tilefni efnir Fuglavernd til fuglaskoðunar við Garðskagavita kl. 14:00. Trausti Gunnarsson ritari Fuglaverndar og leiðsögumaður verður þar með fjarsjá, leiðbeinir um fugla sem hægt er að sjá og um staði í nágrenninu þar sem hægt er að skoða fugla.
Alþjóðlegi farfugladagurinn í ár leggur áherslu á plastmengun í sjó og hvernig við getum verið hluti af lausninni. Sjá nánar á: https://www.worldmigratorybirdday.org/
Öflugur sjónauki er á Garðskaga þar sem skoða má sjófugla að veiðum og hvali í Garðsjónum.
Veitingahúsið Röstin er til húsa í Byggðasafninu og er opið árið um kring.
Þátttakendur koma sér á eigin vegum á staðinn og eru allir velkomnir.
CAFF stendur fyrir Conservation of Arctic Flora and Fauna eða verndun gróðurs og dýralífs á Norðurskautinu var að gefa út skýrslu: State of the Arctic Marine Biodiversity Report eða Ástand líffræðilegs fjölbreytileika sjávar á Norðurskautinu. Efni skýrslunar er mjög yfirgripsmikið allt frá botndýrum og svifi yfir í fiska, sjávarspendýr og sjófugla.
Sem dæmi má nefna að mörgum tegundum sjófugla fækkað í Norðaustur Atlantshafi, í Noregi, á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum. Ísmáfinum hefur fækkað um 80-90% síðustu 20 ár í heimskautaeyjum Kanada og Norðaustur Atlantshafi og í Rússlandi hefur útbreiðsla skroppið saman í samræmi við hopun ísjaðarsins til norðurs.
Allir þeir sem láta sig umhverfið varða, sem og fuglavernd ættu ekki að láta þetta efni framhjá sér fara.