NAUÐSYNLEGT AÐ STÖÐVA LUNDAVEIÐAR

NAUÐSYNLEGT AÐ STÖÐVA LUNDAVEIÐAR

Í nýútkominni skýrslu Náttúrustofu Suðurlands um stofnvöktun lunda kemur fram að árlegur stofnvöxtur íslenska lundastofnsins á landsvísu er undir stofnvistfræðilegum sjálfbærnimörkum og hefur líklega verið það að mestu leyti allt frá árinu 1995. Í skýrslunni er lagt til að stöðva veiðar þar til stofnvöxtur verður nægjanlegur fyrir náttúruleg afföll og hóflega veiði. Hófleg veiði telur skýrsluhöfundur að hægt sé að ná fram með sölubanni, þegar kemur að því að veiðar verði leyfðar á ný.

Fuglavernd hvetur eindregið til þess að farið verði eftir veiðiráðgjöf sérfræðinga og að lundaveiðar verði stöðvaðar strax. Nauðsynlegt er að gefa stofninum tækifæri til þess að jafna sig eftir þau áföll sem hann hefur gengið í gegnum undanfarin ár. Á meðan stofninn er í þessari stöðu eru allar veiðar ósjálfbærar.

 

Nánar er hægt að lesa um stöðu lundastofnsins  í þessari skýrslu