Viltu verða félagi í Fuglavernd?

Viltu verða félagi í Fuglavernd?

Fuglavernd byggir afkomu sína að mestu leyti á félagsgjöldum og með aðild að félaginu færð þú m.a. áskrift að tímaritinu FUGLAR og frían aðgang að fræðslufundum og fuglaskoðunum á vegum félagsins. Gakktu (svífðu) til liðs við Fuglavernd. Árgjald er frá 4400 kr til 6600 kr.  Hér geturðu sótt um félagsaðild. 

Verkefni Fuglaverndar eru margvísleg

Fuglar byggja tilveru sína á því að geta aflað sér fæðu, ásamt því að hafa hentuga staði til hvíldar og varps. Mörg þeirra svæða sem fuglar byggja afkomu sína á eru í hættu vegna athafna mannsins.

Á meðal verkefna eru: ELP – Endurheimt landslagsheilda  sem er frekar nýlegt verkefni hjá Fuglavernd,  Friðland í Flóa sem er griðastaður votlendisfugla  og annara fugla,garðfuglaverkefni almennings; fóðrun og talning, Hafnarhólminn þar sem mannveran kemst í seilingarfjarlægð við lunda og stendur á öndinni af gleði.
Hér geturðu lesið nánar um starf Fuglaverndar

Fuglavernd er aðili að BirdLife International sem eru samtök 115 fuglaverndarfélaga út um allan heim.

Lundi. Ljsm. Sindri Skúlason
Lundi. Ljsm. Sindri Skúlason