Ljsm Yves Adams

NACES MPA – the North Atlantic Current and Evlanov Seamount

Í viðamiklu samstarfsverkefni, undir forystu BirdLife International, fannst svokallaður heitur reitur sjófugla sem er á stærð við Frakkland í miðju Norður-Atlantshafi. Svæðið er eitt það mikilvægasta fyrir sjófugla í Atlantshafinu og fyrsta sjófuglaþyrping af þessari stærðargráðu sem skráð hefur verið í úthöfunum. Svæðið nær yfir tæplega 600,000 km2 og yfir 5 milljón sjófuglar halda til þar. Svæðið sem kallast NACHES fékk stöðu verndarsvæðis í hafi samkvæmt OSPAR-samningnum í október 2021 (Fundirnir voru haldnir í Osló og París) . Þetta eru frábærar fréttir en því miður var sjávarbotn svæðisins ekki tekin með sem hluti af verndarsvæðinu.

Hvers vegna er mikilvægt að vernda sjávarbotninn?

Vistkerfi sjávarbotnsins eru lykillinn að því að viðhalda fæðukeðjunni, og sjávarbotn alveg upp á yfirborð sjávar eru tengd. Hverskyns breytingar á öðrum þessara tveggja þátta (t.d. af völdum mannlegra athafna) hljóta að hafa áhrif á og trufla hinn. Meðal gesta NACES svæðisins eru þekktar fuglategundir eins og lundinn, krían og haftyrðilinn. En svæðið er ekki aðeins mikilvægt fyrir sjófugla. Undir yfirborðinu eru heimkynni margra sjávarlífvera. Svæðið er mikilvægt fyrir nokkrar tegundir í hættu eins og steypireyð, túnfisks, beinhákarla, klumbudraga (skjaldbaka) og leðurskjaldbökur, kóralla og djúpsjávarsvampa. Án verndaðs sjávarbotns er þetta athvarf náttúrunnar berskjaldað fyrir hættu af mannavöldum.

BirdLife samstarfið skorar á OSPAR-nefndina að greiða atkvæði með aukinni vernd, í kosningum í júní 2023. Þetta mikilvæga svæði NACES MPA – the North Atlantic Current and Evlanov Seamount.

Hér geturu lesið nánar um málið á heimasíðu Bird Life International

Hjálpaðu okkur að vernda NACES frá hafsbotni til sjávaryfirborðs með því að skrifa undir áskorun okkar og sýna OSPAR-nefndinni að þér þykir vænt um velferð og heilsu hafsins!

Hér geturu skrifað undir áskorun til OSPAR nefndarinnar um að vernda einnig hafsbotninn