Milljónir fugla um allan heim drepast þegar þeir fljúga á rúður. Fuglarnir átta sig ekki alltaf á því að rúða er í veginum, og halda að leiðin sér greið. Þeir fuglar hérlendis sem fljúga á rúður eru helst þúfutittlingar, skógarþrestir, auðnutittlingar og hrossagaukar.
Fuglavernd selur skuggamynd af fálka til að líma á rúður. Athugið að betra er að líma árekstrarvörnina á rúðuna utanverða því annars getur skuggamyndin horfið í speglun af umhverfinu. Einnig er hægt að útbúa sjálfur árekstrarvörn með t.d. tússliti, snæri eða öðru. Ein leið er að strika lóðréttar línur á utanverðri rúðu með vatnsheldum tússlit. Gott er að hafa 5-10cm á milli lína. Einnig er hægt að útbúa eða kaupa þar til gerð gluggahengi . Slík hengi eru köluð acopian bird savers og hér fyrir neðan er linkur á ágætt myndband um slíkt.
Nokkra heimasíður með ráðleggingar
-Hér er góð norsk grein um áflug fugla á rúður
-Hér eru góð ráð til að koma í veg fyrir áflug á heimsíðu The Humane Society of the United States
-Hér er að finna leiðbeiningar um hvernig maður býr til acopia fuglabjörgunarlínur.