Fýll © Daníel Bergmann

Fýlsungaföngun

Hér er stutt myndband sem sýnir hvernig farið er að því að fanga fýlsunga og koma honum á flot. 

Árlega leggja fýlsungar í sína fyrstu flugferð af hreiðursyllunum þar sem þeir hafa varið tíma sínum frá klaki fram að Deginum. Dagurinn sá er þegar ungarnir svífa af syllum fram áleiðis til sjávar. Það versta er að þeir eru enn ófleygir og þurfa að treysta á að ná til sjávar á svifilugi einu saman. Þeir ungar sem koma af syllum norðan Hringvegar á svæðinum milli Markarfljóts og Múlakvísar eru illa settir ef vindar blása ekki á verður svifflugið frekar stutt. Í logni ágústmánaðar í fyrra lentu heil ósköp af ungum á Hringveginum á Suðurlandi  þar sem hámarkshraði er virtur að vettugi af allt of mörgum bílstjórum. Þar lauk ævi margra fýlsunga á bílagrillum.  Enn fremur lentu margir fýlsungar í Vík í Mýrdal og flöksuðu þar um götur bæjararins og spúðu á vel meinandi björgunartúrista sem þekktu ekki handtökin við slíka björgun.

Hér er hægt að lesa meira um fýlsunga og fýlsungabjörgun. 

 

Fýll með unga. Ljósmynd: Elma Rún Benediktsdóttir.
Fýll með unga. Ljósmynd: Elma Rún Benediktsdóttir.