Sjöststjarna. Ljsm. Guðrún Lára Pálmadóttir

Vel heppnuð fuglaskoðun í Friðlandi í Flóa

Fimmtudaginn15. júní  var boðið upp á fuglaskoðun í Friðlandinu í Flóa og leiðsögumaður að þessu sinni var  Trausti Gunnarsson, leiðsögumaður og ritari stjórnar Fuglaverndar og ljósmyndari hópsins var Guðrún Lára Pálmadóttir.  Fimm félagar mættu til leiks fyrir utan Guðrúnu Láru og Trausta. Lómarnir voru í miklu stuði og stjöstjarnan blómstraði sem aldrei fyrr. 15 fuglategundir sáust og heyrðus. Veður var gott en stórstreymt og það var að falla að  í Ölfusárós svo nokkrir blotnuðu í fæturna á síðustu metrunum. Flóðs og fjöru gætir í mýrinni.  Gúmmístígvél öðru nafni vaðstígvél eru málið.