Alþjóða dýralífsdagurinn 3. mars

Mörg félög nota dýr og fugla í merkjum sínum. Fuglavernd er með mynd af spóa. Ef enginn væri spóinn væri merki félagsins tómlegt.

Alþjóða dýralífsdagur Sameinuðu þjóðanna  er til að minna okkur á að veröld okkar væri fátæk ef ekki væri fyrir allar dýrategundir,  þar með taldir fuglar, sem umkringja okkar líf frá smáum glóbrystingi á grenigreini upp í súlur sem steypa sér í hafið eftir æti.

Fuglar veraldar eru margir hætt komnir þar sem þeir eru að missa búsvæði sín og þurfa þá  að færa sig um set og ef ekkert sambærilegt búsvæði finnst  þá þurfa þeir að horfast í augu við útrýmingu.

Við á íslandi berum ábyrgð á mörgum fuglategundum hvað varðar búsvæði: Heiðlóur, spóar, álkur, lundar, súlur, heiðargæsir, stormsvölur  og fleiri. IBA  (Important Bird and Biodiversity Areas) svæði eru 121 á Íslandi og eru frekari upplýsingar um þau að finna á heimasíðu NÍ.

 

 

Örn með unga. Ljósmynd: Sindri Skúlason.
Örn með unga. Ljósmynd: Sindri Skúlason.

Dæmi um fuglategundir  sem er mjög hætt komnar er örnin okkar á Íslandi og skeiðtíta sem er sjaldgæfasti vaðfugl jarðar sem verpir norður við Barentssund.

Skeiðtítan er smávaxinn fugl og er karlinn 14-16 cm á lengd og 29-34 g þungur, á stærð við steindepil.

Hér er hægt að skoða nokkur myndbönd um skeiðtítuna,