Margæs (Margæs (Branta bernicla). Ljósmynd: © Daníel Bergmann.

Uppfyllingar í Skerjafirði skaða alþjóðlega mikilvæg fuglasvæði

Ólafur Karl Nielsen formaður Fuglaverndar og Jóhann Óli Hilmarsson fyrrum formaður Fuglaverndar birtu grein í Kjarnanum 6. febrúar 2022 til varnar lífríki Skerjafjarðar.

Skerja­fjörð­ur, grunn­sævi og fjör­ur, er flokk­aður sem alþjóð­lega mik­il­vægt fugla­svæði og því ræður m.a. fjöldi þeirra grá­gæsa, margæsa, æðar­fugla, síla­máfa og send­linga sem þar búa eða fara um vor og haust. Kópa­vogur og Garða­bær hafa fyrir löngu sam­þykkt form­lega vernd síns hluta Skerja­fjarð­ar. Reykja­vík hefur ekki stigið það skref og ætlar með þessari landfyllingu að skerða verulega búsvæði þessara fugla og fjölda annarra sem koma þarna við árið um kring.  Fuglavernd vill benda á að búsvæðamissir er helsti áhrifaþáttur líffræðilegrar fjölbreytni og margt smátt gerir eitt stórt.  Endilega lesið þessa grein en hana má finna hér.