Rétt tré á réttum stað

Sveinn Runólfsson og Andrés Arnaldsson birtu nýverið grein í Bændablaðinu þar sem þeir útskýra að það skiptir gríðalega miklu máli að stunduð sér ábyrg skógrækt með langtímaáhrif skógræktar í huga. Einig ber að meta hvernig er staðið við alþjóðlega samninga hér á landi í þeim málum.  Það er vandasamt verk að koma upp skógi á landi þar sem honum var eytt fyrir ekki svo löngu. Það er ekki sama hvaða tegundir eru valdar og ekki má fara offörum þegar finnast tegundir sem eru duglegar að breiða úr sér. Þar má nefna stafafuru sem er farin að sækja verulega á. Fuglavernd hefur áhyggjur af þessu því með dreifingu sinni er hætta á að furan taki yfir kjörlendi stofna varpfugla sem að flykkjast hingað á vorin.  Margar tegundir sem hér verpa kjósa kjarrlendi, mýrlendi og votlendi þar sem ekki vex skógur. Nýsjálendingar gerður mistök í sinni skógrækt og eru víti til varnaðar. Hér er hægt að lesa  greinina í Bændablaðinu.