Smáfugladrápi með lími og haglabyssum linnir ekki á Kýpur- hvað getum við gert?

Systurfélag Fuglaverndar á Kýpur sendi ákall um hjálp.

Eftir að hafa með þrotlausri vinnu í 20 ár tekist að fá veiðar á smáfuglum í farflugi bannaðar á Kýpur þá breytti þingið nýverið  lögunum aftur og lækkuðu sektir úr 2000 evrum í 200 fyrir brot á lögunum. Eins og þekkt er hafa þessar veiðar farið fram með lími á greinum og haglabyssum.  Meðal þeirra 14 tegunda sem eru mest vinsælar til veiðar og flokkast sem “lostæti” eru fuglar sem sjást árlega hér á landi: Hettusöngvari (sylvia atricapilla), bókfinka (fringilla coelebs), gráspör (passer domesticus), laufsöngvari (phylloscopus trochilus), gransöngvari (phylloscopus collybita) og glóbrystingur (erithacus rubecula).

BirdLife Cyprus vilja ná 15000 undirskriftum til að til að leggja fyrir þingið. Fuglavernd ásamt öðrum félögum í náttúruvernd hafa ljáð málinu stuðning. Félagar í Fuglavernd sem og utanfélags geta skráð nafn sitt á undirskriftarlista sem má finna hér.

Hér er frétt um málið á heimasíðu BirdLlife Cyprus

 

 

Hér er hægt að skrifa undir