Tjaldur. Jóhann Óli Hilmarsson

Blogg um vaðfugla

Graham Appleton heldur úti bloggsíðu um vaðfugla. Hann er tengdur Íslandi gegnum rannsóknir sínar á farflugi vaðfugla og fleira. Hann hefur m.a. verið í samstarfi við Böðvar Þórisson, Sölva Rúnar Vignisson og Tómas Grétar Gunnarsson í rannsóknum á vaðfuglum og sérlega tjöldum.
Graham leitast við í bloggi sínu að gera rannsóknir á vaðfuglum aðgengilegri almenningi. Hann skrifar skemmtilegan texta. Bloggið um hvernig það eru tjalda feðurnir sem hafa áhrif á farflug afkvæmanna er áhugavert sem og allir aðrir dálkar í blogginu.
Hér er hægt að lesa um tjalda feðurnar.