Grágæs (Anser anser). Ljósmynd: © Daníel Bergmann.

Grágæsin komin með kosningastjóra!

Grágæsin hefur sig til flugs í keppninni um titilinn Fugl ársins 2021 ásamt 20 öðrum fuglum en er sú eina sem er komin með kosningastjóra. Líklega veitir henni ekki af því að bæta ímynd sína vegna núnings við mannskepnuna. ,,Ég vil boða þann sannleik sem hefur farið framhjá of mörgum að grágæsin er hetja og besti vinur Íslendinga” segir Kolbeinn Sæmundur Hrólfsson í umsókn sinni um stöðuna. 

Hinir 19 fuglarnir í keppninni eru enn án kosningastjóra og Fuglavernd hvetur áhugasama til að senda inn umsókn HÉR. 

Hlutverk kosningastjóra er fyrst og fremst að nota hugmyndaflugið til að vekja athygli á málefnum fuglsins, t.d. á samfélagsmiðlum, svo hann nái sér á flug í keppninni. 

Nánari upplýsingar um leitina að Fugli ársins 2021 og þá 20 fugla sem keppa.

Grágæsin er komin á samfélagsmiðla:

Grágæsin tístir

Grágæsin á Instagram

#gragaesin