Hlaupið til góðs – 20. ágúst 2016

Reykjavíkurmaraþonið verður laugardaginn 20. ágúst og hefur Fuglavernd skráð sig til leiks –  sem þýðir að hægt er að safna áheitum fyrir félagið. Áheitasöfnun í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram á hlaupastyrkur.is  líkt og undanfarin ár. Hvetjum við velunnara félagsins að skoða þegar fram líða stundir hvaða hlauparar eru að safna áheitum og svo þá sem ætla að hlaupa að beina sjónum sínum að félaginu. Gangi ykkur vel!