Aðalfundur Fuglaverndar verður að þessu sinni laugardaginn 16. apríl.
Frestur til að skila inn framboðum til stjórnarkjörs rennur út 14. febrúar og tillögum að breytingum á samþykktum félagsins 15. febrúar. Í ár eru þrjú sæti laus.
Á hverju ári ganga þrír úr stjórn félagsins og annaðhvort ár gengur formaður úr stjórn.
Við óskum hér með eftir framboðum í stjórn Fuglaverndar. Framboðum og breytingartillögum skal skilað með tölvupósti eða bréfleiðis til stjórnar.
Tölvupóstfang formannsins er johannoli@johannoli.com og póstfang félagsins er fuglavernd@fuglavernd.is.
Ljósmynd af lómum á Elma Rún Benediktsdóttir.