Alþjóðleg ráðstefna um orrafugla

Núna í haust verður haldin í Reykjavík alþjóðleg ráðstefna um vistfræði og verndun orrafugla (The 13th International Grouse Symposium). Rjúpan tilheyrir þessum hópi fugla. Ráðstefnuna sækja fræðimenn víða að úr heiminum og gera grein fyrir rannsóknum sínum á orrafuglum. Ráðstefnan er öllum opin. Sjá link á vef ráðstefnunnar hér.