Fuglaskoðun á Álftanesi um helgina

Í tilefni af alþjóðlega farfugladeginum verður Fuglavernd með fuglaskoðun á Álftanesi sunnudaginn 10. maí. Allflestir farfuglarnar eru komnir og búist er við miklu fuglalífi. Ólafur Torfason og Hallgrímur Gunnarsson fuglamerkingarmenn með meiru munu leiða hópinn en lagt verður af stað frá Kasthústjörn klukkan 14:00 stundvíslega.
Ljósmyndin er af margæs en nú er mikið af þeim á Álftanesi og eru þær hér fargestir vor og haust. Aðalfæða þeirra er marhálmur, og draga þær nafn sitt af því, en þær sækja oft í tún á vorin og éta sjávarfitjung og grænþörunga.Allir eru velkomnir en gaman er að taka sjónaukann með og klæða sig vel.
Ljósmynd Eyþór Ingi Sigurðsson.