Fuglar og landbúnaðar

Lilja Jóhannesdóttir mun segja frá rannsóknum sínum á fuglalífi á landbúnaðarsvæðum á Suðurlandi á fræðslufundi félagsins fimmtudaginn 28. nóvember. Fjallað verður um áhrif landnýtingar, farið verður yfir þéttleikatölur og samfélög í mismunandi búsvæðum og einnig verða stofnstærðir algengustu tegunda skoðaðar.

Fræðslufundir Fuglaverndar eru haldnir í húsakynnum Arion banka í Borgartúni 19 og byrjar fyrirlesturinn klukkan 20:30. Gengið er inn um aðalinngang hússins á austurhlið. Ókeypis er fyrir félagsmenn Fuglaverndar en 500 kr. fyrir aðra. Allir velkomnir.