Opin ráðstefna um Andakílsfriðlandið

Í tilefni af skráningu Andakílsfriðlandsins á Ramsar, þá heldur Votlendissetur Landbúnaðarháskóla Íslands opna ráðstefnu í Ársal á Hvanneyri, miðvikudaginn 17.apríl, kl 13:00 til 15:30. Meðal fyrirlesara eru Ragnhildur H Sigurðardóttir, Antony Fox, Mitch Weegman, Sigurður Már Einarsson og Guðmundur A Guðmundsson. Fyrirlestrarnir verða á ensku.

Ráðstefnan er opin öllum, en eftir erindin verður boðið upp á hátíðarkaffi í  matsal Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri.