Starar

Fuglavernd biður félagsmenn að dreifa þessum boðskap eins og við á:

Fuglavernd skorar á meindýraeyða og garðeigendur að fara að lögum og eyða ekki starahreiðrum meðan egg og ungar eru í hreiðrinu.  Starinn er alfriðaður og því ólöglegt að drepa staraunga í hreiðri eða eyða eggjum. Þessi fallegi og skemmtilegi fugl, sem hermir svo listilega eftir, sækist eftir nábýli við manninn og getur því borist óværa úr hreiðrinu í híbýli manna t.d. inn um glugga. Sumir setja út varpkassa í tré eða húsveggi fjarri gluggum og þakkar starinn fyrir sig með fjölbreyttum söng og líflegu látbragði. Ef starinn nær að verpa í of miklu nábýli er nauðsynlegt að bíða eftir að ungarnir yfirgefi hreiðrið svo hægt sé að hreinsa út hreiðrið, eitra og loka hreiðurstæði.