Teista. Ljósmynd: Sindri Skúlason

Ársskýrsla Fuglaverndar 2016

Aðalfundur Fuglaverndar var haldinn þriðjudaginn 18. apríl 2017.

Þar fór formaður félagsins, Jóhann Óli Hilmarsson yfir ársskýrslu fyrir árið 2016 og hana, ásamt eldri ársskýrslum er að finna undir Um Fuglavernd > Ársskýrslur

Á fundinum voru kjörnir tveir nýjir stjórnarmenn, þeir Aron Leví Beck og Trausti Gunnarsson og munu þeir taka sæti í stjórn um leið og tækifæri gefst til þess að kalla hana saman.

Teista. Ljósmynd: Sindri Skúlason

Aðalfundur Fuglaverndar

Aðalfundur og stjórnarkjör

Aðalfundur Fuglaverndar 2017 verður að þessu sinni þriðjudaginn 18. apríl.

Frestur til að skila inn framboðum til stjórnarkjörs rennur út 14. febrúar og tillögum að breytingum á samþykktum félagsins 15. febrúar. Í ár eru fjögur sæti laus.

Á hverju ári ganga þrír úr stjórn félagsins og annaðhvort ár gengur formaður úr stjórn. Við óskum hér með eftir framboðum í stjórn Fuglaverndar. Framboðum og breytingartillögum skal skilað með tölvupósti eða bréfleiðis til stjórnar.

Tölvupóstfang formannsins er johannoli@johannoli.com og póstfang félagsins er fuglavernd@fuglavernd.is.

Ljósmyndin er af teistu og er eftir Sindra Skúlason.