Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Tiltektardagur í Vatnsmýrinni 17. apríl – ATH breytta dagsetningu

17.04.2021 @ 11:00 - 14:30

Tiltekt í Vatnsmýrinni

Fyrirhugað er að hafa hinn árlega tiltektardag í fuglafriðlandinu í Vatnsmýri laugardaginn 17. apríl 2021. Þá plokkum við rusl, hreinsum til og dyttum að ýmsu til að gera allt klárt áður en fuglarnir byrja að verpa. Venjulega er mikið líf og fjör í fuglalífinu í Vatnsmýrinni á þessum tíma og margir farfuglar mættir.

Vegna samkomutakmarkana verður hópaskipting á tiltektinni og verður fyrri hópur við störf frá kl. 11-12:30 og seinni hópur frá kl 13-14:30.  Fólk er beðið að skrá sig með því að senda tölvupóst á fuglavernd@fuglavernd.is og tilgreina hvorum hópnum það vilji vera í. Af sóttvarnaástæðum verður ekki boðið upp á veitingar að þessu sinni en fólk hvatt til að taka með sér nesti.

Nauðsynlegt er að mæta vel búinn til útiverka, með vinnuhanska og best er að vera í stígvélum. Einnig er fólk hvatt til að taka með sér ruslatínur ef það á slíkan búnað

Allir velkomnir en munið að skrá ykkur fyrirfram á fuglavernd@fuglavernd.is!

Details

Date:
17.04.2021
Time:
11:00 - 14:30
Event Category:

Organizer

Fuglavernd
Phone
5620477
Email
fuglavernd@fuglavernd.is
View Organizer Website

Venue

Askja, Háskóli Íslands
Askja, Háskóli Íslands
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map