Hvað gerir Fuglavernd?
Fuglar byggja tilveru sína á því að geta aflað sér fæðu, ásamt því að hafa hentuga staði til hvíldar og varps. Mörg þeirra svæða sem fuglar byggja afkomu sína á eru í hættu vegna athafna mannsins. Fuglavernd vinnur að því að fuglar og búsvæði þeirra skaðist sem minnst með því að:
- hvetja stjórnvöld, sveitastjórnir og framkvæmdaaðila til að þess að hafa náttúruvernd að leiðarljósi
- vinna að skráningu, upplýsingöflun og verndun mikilvægra fuglasvæða á Íslandi (IBA-skrá)
- vernda tegundir sem eru í útrýmingarhættu á Íslandi eða eiga erfitt uppdráttar
- vinna að því að fræða almenning um fugla og búsvæði þeirra
- koma á fót friðlöndum fyrir fugla
©Fuglavernd 2021 | Hverfisgötu 105 | 101 Reykjavík |Opið mán-fim kl. 9-13 | +354 562 0477| fuglavernd@fuglavernd.is