Stjórn Fuglaverndar hefur unnið að og mótað stefnu fyrir félagið, og gildir núverandi stefna til ársins 2020.

 

Áherslur 2015-2020

  • Fuglavernd vinnur að vernd fugla og búsvæða þeirra.
  • Grunngildi Fuglaverndar er sjálfbærni og fræðsla sem stuðlar að virðingu fyrir náttúrunni og lífríki hennar og þarf að hafa þessi grunngildi til hliðsjónar í öllum markmiðum Fuglaverndar.
  • Fuglavernd er fulltrúi Íslands hjá Alþjóða fuglaverndarsamtökunum, BirdLife International.

Tegundaverndaráætlun – markmið

  1. Forgangsraða mikilvægi tegunda með hliðsjón af hættunni sem stafar að þeim með tilliti til tiltækra úrræða.
  2. Að auka þekkingu á stöðu þeirra fuglategunda á Íslandi sem eiga undir högg að sækja.
  3. Að skot- og fiskveiðar verði sjálfbærar, hafi sjálfbæra nýtingu að leiðarljósi.

Búsvæðaverndaráætlun – markmið

  1. Endurskoða allar skráningar á Alþjóðlega mikilvægum fuglasvæðum – IBA (Important Bird Areas) svæðum á Íslandi.
  2. Að leggja sérstaka áherslu á frekari verndun mikilvægra fuglasvæða.
  3. Endurheimta og vernda votlendi.
  4. Hvetja almenning, stjórnvöld, sveitastjórnir og framkvæmdaaðila til að virða búsvæði fugla og fylgjast með að í lagaumhverfinu felist fullnægjandi vernd og að það sé ekki virt að vettugi.
  5. Að draga úr mengandi starfsemi sem hefur áhrif á lífríki lands og sjávar.

Að fá fólkið í landinu í lið með okkur (fræðsla og sjálfbærni)

  1. Hvetja almenning, ríkisstjórn, sveitarfélög og sérfræðinga til að taka þátt í verndunarstarfi og auka vitund um fuglavernd.
  2. Hlúa að núverandi félagsmönnum og fjölga félagsmönnum Fuglaverndar.
  3. Fjölga virkum sjálfboðaliðum og sinna þeim sem fyrir eru.
  4. Standa fyrir útgáfu og fræðslu.
  5. Fá fuglaáhugafólk/sjálfboðaliða til að telja fugla.
  6. Efla samvinnu við önnur félagasamtök á sviði umhverfis – og náttúruverndar.
  7. Efla samvinnu við stjórnvöld, stofnanir og sveitafélög.
  8. Efla samvinnu við erlend systurfélög.

 

Síðast breytt: 6. nóvember 2017