Fugl dagsins á Fésbók – skrifstofa lokuð

Lóuþræll. Ljósmynd: © Sindri Skúlason

Fugl dagsins hjá Fuglavernd

Á Fésbókarsíðu Fuglaverndar mun birtast ein færsla á dag um fugl dagsins meðan á samkomubanni stendur.

Með þessu viljum við leggja okkar af mörkum, til að stytta fólki stundir og kannski aðeins að dreifa huganum, þó ekki sé nema í stutta stund á hverjum degi. Ef samkomubannið stendur í fjórar vikur þá komumst við yfir 28 fuglategundir alls, við þurfum þá að velja einhverjar þrjár sem eru ekki í hópi ábyrgðartegunda. Hægt verður að koma með ábendingar á Fésbókarsíðunni. Ef samkomubannið stendur lengur, þá finnum við bara til fleiri fuglategundir, það er af nógu að taka. 

Skrifstofa félagsins lokuð

Skrifstofa félagsins að Hverfisgötu 105 í Reykjavík verður lokuð á meðan samkomubannið er í gildi, en starfsfólk félagsins mun ýmist vera við vinnu þar, eða heimavið.

Hægt er að ná í starfsfólk félagsins í gegnum tölvupóst og fuglavernd@fuglavernd.is og gegnum samfélagsmiðla. 

Vefurinn er alltaf opinn og pantanir í vefverslun verða afgreiddar og afhentar eftir samkomulagi við viðskiptavini. 

 

Summertime

Sumarið er tíminn – 11. júní – 11. ágúst

Þegar komið er sumar þá eru fjölmörg störf að vinna úti í náttúrunni í starfi Fuglaverndar. Frá og með 11. júní til og með 11. ágúst er því stopul viðvera starfsfólks á skrifstofunni. Best er að hringja á undan sér til þess að tryggja að einhver sé við, í síma 562 0477.

Í júlí er skrifstofan lokuð vegna sumarleyfa starfsfólks og á sama tíma verður ekki hægt að afgreiða pantanir sem gerðar eru í vefversluninni.

Hægt er að hafa samband gegnum vefinn eða í gegnum samfélagsmiðla t.d. Facebook Fuglaverndar

Það er margt um að vera, líttu í viðburðadagatalið og komdu út og vertu með.