Laugardagsopnun

Skrifstofan á Hverfisgötu 105 101 Reykjavík verður opin laugardaginn 24. nóvember frá kl. 14-16. Þá er um að gera að líta við og kaupa jólakortin sem þú ætlar að senda í ár.

Ertu að leita að jólagjöf handa fuglaáhugafólki? Eða langar þig að koma börnum eða barnabörnum á bragðið með að skoða fugla? Hvað er hægt að gefa þeim sem á allt?

Hjá Fuglavernd kennir ýmissa grasa. Fuglabækur, fuglaljósmyndir, fuglahús til að setja í garðinn, fuglafóður, útsaumur, heimilsvörur og barmmerkin okkar sívinsælu, fálki lóa eða lundi. Allt eru þetta tilvaldar gjafir til að gefa og gleðja um jólin.

Hlökkum til að sjá ykkur.