Dagur Jarðar í Grasagarðinum

Á laugardaginn, á Degi Jarðar, stóð Fuglavernd fyrir fuglaskoðun í samstarfi við Grasagarð Reykjavíkur. Alls komu um 60 manns í fuglaskoðunina, svo hópnum var skipt upp í tvo hópa til að njóta betur leiðsagnar um garðinn. Leiðsögumenn voru Einar Þorleifsson og Hannes Þór Hafsteinsson. Að lokinni göngunni komu hóparnir í garðskálann (Kaffi Flóru) þar sem kynning var á starfsemi Fuglaverndar, fuglahúsum og fuglafóðri.

Að lokinni dagskrá í Grasagarðinum tók við dagskrá hjá Garðyrkjufélagi Íslands þar sem boðið var upp á súpu og brauð í hádeginu. Þar voru kynnt starfsemi Garðyrkjufélagsins og býflugnarækt.

Myndir frá Degi Jarðar 2017