Skrifstofan lokuð vegna samstarfsfundar

Þessa vikuna er skrifstofan á Hverfisgötu lokuð. Starfsmenn Fuglaverndar ásamt Jóhanni Óla Hilmarssyni formanni sækja þessa daga fund allra Norðurlandanna sem haldinn er í Kaupmannahöfn.

Er þetta í fyrsta sinn sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum hittast, til þess að læra og miðla reynslu í starfsemi fuglaverndar. Birdlife stendur að þessu samstarfi.