Krumminn fugl viskunnar

Kvikmyndasýning

Í samstarfi við Náttúrufræðistofu Kópavogs verður kvikmyndin Krumminn, fugl viskunnar eftir Pál Steingrímsson sýnd í fjölnotasal á 1. hæð Náttúrufræðistofu/Bókasafns Kópavogs laugardaginn 14. janúar kl. 13:00.

Sýningin er í samstarfi við Fuglavernd og til minningar um Pál sem lést nýverið en eftir hann liggja margar forvitnilegar kvikmyndir um dýralíf á Íslandi. Þann 8. apríl verður myndin Flug spóans sýnd.

Sýningarnar eru liður í fjölskyldustundum Menningarhúsanna í Kópavogi sem haldnar eru á hverjum laugardegi.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Viðburðurinn á vef Kópavogsbæjar

Viðburðurinn á Facebook