Bókarkápa Væri ég fuglinn frjáls

Útgáfuhóf: Væri ég fuglinn frjáls

Fimmtudagskvöldið 22. desember frá kl. 18 – 19 bjóðum við félagsmönnum til útgáfuhófs bókarinnar Væri ég fuglinn frjáls, fyrstu skrefin í fuglaskoðun.

Fyrir félagsmenn sem greitt hafa árgjaldið verður bókin á tilboðsverði 2.500 krónur í útgáfuhófinu. Höfundurinn Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur sem jafnframt tók ljósmyndir í bókina verður hjá okkur og áritar eintök sé þess óskað.

Á kápusíðum bókarinnar eru myndir af algengustu fuglum á Íslandi. Þeim er skipt niður í sex flokka eftir búsvæðum, skyldleika og lífsháttum: sjófuglar, vaðfuglar, máffuglar, landfuglar, vatnafuglar og spörfuglar. Þessi flokkun gerir ungum og áhugasömum fuglaskoðurum kleift að greina flesta þá fugla sem þeir sjá á förnum vegi.

Í bókinni er að finna verkefni eftir árstíðum t.d. að fylgjast með farfuglum á vorin því koma farfuglanna er stór hluti vorkomunnar. Þá er fjallað um hvað þarf til fuglaskoðunar, hvert er hægt að fara, fóðrun fugla til að laða þá að görðum og fuglavernd.

Fuglavernd þakkar sérstakleg eftirtöldum aðilum fyrir stuðning þeirra við útgáfu bókarinnar: Barnavinafélagið Sumargjöf, Náttúruverndarsjóður Pálma Jónssonar stofnanda Hagkaups, Samfélagssjóður Valitor, Samfélagssjóður Landsbanks, Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.

Allir velkomnir, aðgangur ókeypis og við vonumst til að sjá sem flesta í jólaskapi.