Taktu þátt í Fuglavernd; friðlönd

Loftmynd af Friðlandi í Flóa. Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson.

Loftmynd af Hafnarhólma. Ljósmynd: ©Daníel Bergmann.

Fuglavernd rekur friðlönd fyrir fugla og hvetur til að  miklvæg svæði verði vernduð með tilliti til  fugla:

Félagar eru um 1300. Félagið heldur myndasýningar og fyrirlestra um fugla og fer í fuglaskoðun með félögum. Það gefur út tímaritið FUGLAR sem fjallar um fugla og málefni tengd fuglum.
Fuglavernd er aðili að Birdlife International sem eru samtök fuglaverndarfélaga um allan heim.

Með aðild tekur þú þátt í fugla- og náttúruvernd, vertu með í Fuglavernd!

ljsm. Guðrún Lára Pálmarsd. Fuglaskpun Friðlandi Flóa

Taktu þátt í Fuglavernd

Taktu þátt í Fuglavernd!

Hvað er Fuglavernd?
Í stuttu máli: Fuglavernd eru frjáls félagasamtök á sviði náttúruverndar. Félagið var stofnað 1963 af áhugamönnum um verndun hafarnarins. Fuglavernd vinnur að því að fuglar og búsvæði þeirra skaðist sem minnst vegna framkvæmda.
Fuglavernd er aðili að Birdlife International sem eru samtök fuglaverndarfélaga um allan heim.
Félagar eru um 1300. Félagið heldur myndasýningar og fyrirlestra um fugla og fer í fuglaskoðun með félögum. Það gefur út tímaritið FUGLAR sem fjallar um fugla og málefni tengd fuglum.
Með aðild tekur þú þátt í fugla- og náttúruvernd.
Hér geturðu sótt um félagsaðild
Hér geturðu lesið um HAFÖRNINN á heimasíðu Fuglaverndar

 

Ástand fugla heimsins

Nýtkomin skýrsla samtakanna BirdLife International lýsir ástandi fugla um heim allan. Fuglavernd hefur verið aðili að samtökunum frá byrjun þessarar aldar og fullgildur aðili frá 2016.

Þeir sem hafa áhuga á að lesa skýrsluna geta lesið úrdrátt á heimasíðu Birdlife International eða hlaðið niður allri skýrslunni þar. 

Á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar má lesa válistaskrá fugla á Íslandi. 

Samtökin BirdLife International eru 100 ára gömul á þessu ári. Um hádegisbil árið 1922 kom hópur fólks saman í Glasgow, Skotlandi. Það sem sameinaði þau var ástríða þeirra fyrir fuglum. Þau hittust heima hjá sir Robert Horne sem var þingmaður fyrir Glasgow á þeim tíma. Hópurinn ákvað að sameinaðra alþjóðlegra aðgerða væri þörf til að vernda fugla gegn ógnum sem að þeim stæðu og þar með var Alþjóðlegt ráð fyrir verndun Fugla, The International Council for Bird Preservation (ICBP)) stofnað. Það heitir nú Birdlife International.

Hér má lesa nánar um sögu  BirdLife International

…fimur og fínlegur spörfugl, hvítur með „svarta húfu og gráleitt sjal“

Ljsm. Ingi Steinar Gunnlaugsson

Fugl ársins 2022 er Maríuerla, Motacilla alba. Hún er fimur og fínlegur spörfugl, hvít með „svarta húfu og gráleitt sjal“. Stélið er langt og svart og tifar gjarnan upp og niður.

Þetta árið kepptu sjö fuglategundir um titilinn Fugl ársins í keppni sem Fuglavernd stóð nú fyrir annað árið í röð. Fimm fuglanna höfðu kosningastjóra sem unnu ötult og óeigingjarnt kynningarstarf fyrir sína smávini. Maríuerlan kynnti sig þó sjálf með hlýlegri nærveru sinni um allt land og þurfti ekki talsmann til að sigra keppnina með yfirburðum og 21% atkvæða. Í öðru og þriðja sæti lentu hinir ólíku en glæsilegu fuglar, himbrimi og auðnutittlingur, með 14% atkvæða hvor um sig. Alls kusu 2100 mannns um fugl ársins 2022.

Um maríuerluna

Maríuerla dvelur í Afríku á veturna en algengt er að finna hana hér á landi í kring um mannabústaði, frá vori og fram á haust. Hún er nokkuð gæf og virðist trygg sínum heimahögum. Hún lifir á smádýrum sem hún veiðir á flugi eða á hlaupum, er iðin, sítifandi og flögrandi í leit sinni að æti. Maríuerlan hefur sigrað hjörtu íslendinga fyrir löngu ef marka má ljóðabrot Guðfinnu Jónsdóttur frá Hömrum (1899-1946).

Maríuerla við hreiður
Ljsm Helga Guðmundsdóttir. Maríuerla við hreiður

Máríuerla
Sendir drottins móðir, Maríá,
mildar gjafir himni sínum frá.
Flaug úr hennar hendi vorsins perla,
heilög dúfa, lítil maríuerla.

Létt á flugi, kvik og fjaðurfín
flýgur hún um auðan geim til þín.
Í veggnum þínum vill hún hreiður búa,
varnarlaus á þína miskunn trúa.

Dável svarta húfan henni fer,
hneigir kolli ákaft fyrir þér.
Strá úr veðurbörðu, bleiku sefi
ber hún eins og friðargrein í nefi.

Sérhvert vor um varpa og bæjarhól
vappar söngvin erla á gráum kjól,
flögrar eins og bæn um geiminn bláa,
bæn fyrir hinum varnarlausa smáa.

 

Um keppnina Fugl ársins

Markmiðið með keppninni er að draga fram og kynna nokkrar fuglategundir sem finnast hér á landi, fjalla um stofnstærðir, búsvæði, fæðuval og verndarstöðu. Með þessu vill Fuglavernd leggja sitt af mörkum til að efla fræðslu, samtal og umfjöllun um stöðu fuglastofna og um mikilvægi fugla í lífríkinu.

Í hópi þeirra 20 tegunda sem tóku þátt þetta árið og lesa má um á www.fuglarsins.is eru eftirfarandi tegundir sérstakar deilitegundir, sem þýðir að þær eru einskonar staðbundin fjölskylda sem verpur að stærstu eða öllu leiti hér á landi og hefur þróað með sér útlit frábrugðið öðrum stofnum, en þeir eru: auðnutittlingur, hrossagaukur, jaðrakan, lóuræll, músarrindill, rjúpa og skógarþröstur.
Þá eru þó nokkrar tegundir af þessum tuttugu á válista hér á landi samkvæmt Náttúrufræðistofnun Íslands: Lundi er í bráðri hættu, kjóinn er í hættu, himbrimi, hrafn, kría, súla og toppskarfur í nokkurri hættu og að lokum eru rjúpa og silfurmáfur í yfirvofandi hættu.

Fuglavernd óskar Íslendingum til hamingju með Maríuerluna, Fugl ársins 2022!

Ó gæfa úteyjanna.

Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson.

Lundar, lundaveiði, ferðaþjónusta og hefð.

Einkar áhugaverður útvarpsþáttur sem var endurtekinn á RáS 1 á sunnudaginn var, 4. september.

Í þriðja og síðasta þætti er fjallað um hagsmuni og mögulegan hagsmunaárekstur ferðaþjónustunnar og lundaveiðihefða í Eyjum. Rætt er við aðila í ferðaþjónustu, forstöðumann Safnahúss og erlenda ferðalanga á götum Heimaeyjar.

Hér er hægt að hlusta á þáttinn. 

Veiðiþol rjúpnastofnsins

Árlega er Fuglavernd ásamt öðrum hagsmunaaðilum boðið á fund um ástand rjúpnastofnsins á Náttúrufræðistofnun. Viðkoma rjúpnastofnsins er því miður mjög slök í ár og fáir ungar hafa lifað af sumarið. Auðvitað eru það vonbrigði því talningar í vor sýndu að stofninn væri nærri hámarki á Norð-vesturlandi, Suðurlandi og Vestfjörðum, en nú hefur þessi lélegi varpárangur aldeilis breytt þeirri stöðu.
Það er ekki einfalt mál að áætla veiðiþol stofnsins og ekki alltaf þakklátt verkefni en það er nú eitt af því sem þessi vöktun snýst um. Alltaf eru uppi háværar raddir um að ekki sé hægt að fullyrða um stofnstærðina vegna skorts á vöktun eða að sveiflna í stofni. En svokölluð stofnvísitala rjúpunnar sýnir að til lengri tíma litið hefur rjúpnastofninum okkar hrakað og það sama má segja um varpárangur fuglanna. Mikilvægt er þó að við gefum rjúpnastofninum rými til að vaxa þegar svona stendur á, og drögum úr veiði eða jafnvel hættum henni alveg, gefum fuglinum frí. Við þökkum samráðið og vonum að rjúpan fái að njóta vafans ef einhver er.

Nánar er hægt að lesa um veiðiþol rjúpnastofnsins hér 
Meira hér um viðkomubrest hjá rjúpunni í sumar.

 

Kría (Sternea Paradisa) ©Ljósmynd: Alex Máni

Fuglaflensan enn að smitast

Kría. Ljósmynd Alex Máni.

Frétt frá Matvælastofnun 22. ágúst 2022

Matvælastofnun varar enn við hættu á fuglaflensusmiti frá villtum fuglum yfir í alifugla. Stofnunin lítur svo á að smit með skæðum fuglaflensuveirum sé viðloðandi í villtum fuglum víða á landinu. Þó hafa færri veikir eða dauðir villtir fuglar verið tilkynntir til Matvælastofnunar í júlí og það sem af er ágúst en mánuðina á undan.

Kríur hafa bæst á lista þeirra tegunda sem hafa greinst með fuglaflensu. Í júlí fundust veikar kríur á Höfn í Hornafirði. Rannsókn leiddi í ljós að þær voru smitaðar af skæðri fuglaflensu af gerðinni H5N1, en þessi gerð hefur greinst í 90% jákvæðra sýna það sem af er (27/30). Nú liggur fyrir staðfesting á skæðri fuglaflensu í kríum, en einungis 7 tilkynningar um 9 dauðar kríur hafa borist Matvælastofnun það sem af er ári og því erfitt að segja til um hvort og þá hvaða áhrif smitið muni hafa á kríustofninn.

Sjá alla fréttina hér

 

Hvað á að gera ef villtur fugl finnst dauður?

Þegar villtur fugl finnst dauður, skal hafa samband við MAST, nema ef augljóst er að hann hafi drepist af slysförum. Best er að tilkynna um dauðan fugl með því að skrá ábendingu á heimasíðu stofnunarinnar, en líka er hægt að hringja í síma 5304800 á opnunartíma eða senda tölvupóst á netfangið mast@mast.is. MAST metur hvort taka skuli sýni úr fuglinum.

Nánari upplýsingarnar á heimasíðu MAST

Hægt er að vera í sambandi við héraðsdýralækna viðkomandi umdæmis hér finnst upplýsingar um þau

Í Reykjavík er hægt að hafa samband við Dýraþjónustu Reykjavíkur:  https://reykjavik.is/dyr

 

Fýll © Daníel Bergmann

Fýlsungaföngun

Hér er stutt myndband sem sýnir hvernig farið er að því að fanga fýlsunga og koma honum á flot. 

Árlega leggja fýlsungar í sína fyrstu flugferð af hreiðursyllunum þar sem þeir hafa varið tíma sínum frá klaki fram að Deginum. Dagurinn sá er þegar ungarnir svífa af syllum fram áleiðis til sjávar. Það versta er að þeir eru enn ófleygir og þurfa að treysta á að ná til sjávar á svifilugi einu saman. Þeir ungar sem koma af syllum norðan Hringvegar á svæðinum milli Markarfljóts og Múlakvísar eru illa settir ef vindar blása ekki á verður svifflugið frekar stutt. Í logni ágústmánaðar í fyrra lentu heil ósköp af ungum á Hringveginum á Suðurlandi  þar sem hámarkshraði er virtur að vettugi af allt of mörgum bílstjórum. Þar lauk ævi margra fýlsunga á bílagrillum.  Enn fremur lentu margir fýlsungar í Vík í Mýrdal og flöksuðu þar um götur bæjararins og spúðu á vel meinandi björgunartúrista sem þekktu ekki handtökin við slíka björgun.

Hér er hægt að lesa meira um fýlsunga og fýlsungabjörgun. 

 

Fýll með unga. Ljósmynd: Elma Rún Benediktsdóttir.
Fýll með unga. Ljósmynd: Elma Rún Benediktsdóttir.

Fugl ársins 2022- leitin er hafin

Fugl ársins 2022

Fuglavernd hefur hrundið af stað leitinni að Fugli ársins, annað árið í röð.
Kynntar eru til leiks tuttugu fuglar á nýuppfærðri heimasíðu keppninnar, https://fuglarsins.is/, sem m.a. voru tilnefndir af þeim sem tóku þátt í fyrra. Í það skiptið bar heiðlóan sigur úr bítum, vorboðinn okkar ljúfi.

Á heimasíðu keppninnar má sjá þá fugla sem eru í forvali: https://fuglarsins.is/. Kynntu þér keppendur og taktu þátt með því að velja þann fugl sem þú vilt sjá keppa um titilinn Fugl ársins 2022 – fimm fuglar komast pottþétt áfram. Forvalið fer fram rafrænt dagana 10.-15. ágúst á vefsíðu keppninnar.

Úrslitakosningin um Fugl ársins 2022 fer svo fram á https://fuglarsins.is/ dagana 5.- 12.september og verður sigurvegari ársins kynntur þann 16. september á Degi íslenskar náttúru.
Endilega deildu áfram, njóttu vel og góða skemmtun!

Tilgangur keppninnar er að vekja athygli á stöðu fugla og fuglaverndarmála á Íslandi, afla nýrra Fuglaverndarfélaga og styrktaraðila en ekki síst að skemmta og fræða.
Nánari upplýsingar gefur Brynja Davíðsdóttir verkefnastjóri hjá Fuglavernd: fuglarsins@fuglavernd.is og í síma 8447633.