Þann 26. ágúst 2019 sendu forsvarsmenn nokkura náttúruverndarsamtaka bréf til forsætisráðherra, þar sem skorað var á hana að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Bréfið er svohljóðandi:
Kæra Katrín!
Bretland lýsti nýlega yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og því vekur það furðu að ekkert Norðurlandanna hefur gert slíkt hið sama. Gögnin eru skýr, það ríkir neyðarástand og unga kynslóðin okkar grátbiður okkur um að taka ábyrgð. Losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi eykst hratt og er, miðað við höfðatölu, mun meiri en í nágrannalöndum okkar. Þar sem allir norrænu ráðherrarnir koma saman á Íslandi í næstu viku, viljum við hvetja þig til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og skuldbinda okkur sem þjóð til að sýna alvöru ábyrgð.Jafnframt að þú hvetjir hina forsætisráðherrana til að gera slíkt hið sama.
Framtíð okkar allra og komandi kynslóða er í húfi. Þú getur sannarlega haft mikil áhrif.
Með vinsemd og virðingu,
Rakel Garðarsdóttir,
Vakandi
Hólmfriður Arnardóttir,
Fuglavernd
Auður Önnu Magnúsdóttir,
Landvernd
Brynhildur Pétursdóttur,
Neytendasamtökin
Jón Kaldal
IWF
Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir,
Samband íslenskra framhaldsskólanema
Eyþór Eðvarðsson,
Votlendissjóður
Jóna Þórey Pétursdóttir
Stúdentaráð Háskóla Íslands
Harpa Júlíusdóttir,
Félag Sameinuðu þjóðanna á Ísland
Heiður Magný Herbertsdóttir,
Plastlaus september
Tómas Guðbjartsson,
Félag íslenskra fjallalækna
Stengrímur Þór Ágústsson,
JCI Reykjavík
Pétur Halldórsson,
Ungir umhverfissinnar
Árni Finnsson,
Náttúruverndarsamtök Íslands
Þorbjörg Sandra Bakke,
Foreldrar fyrir framtíðina
Bára Hólmgeirsdóttir,
Aftur
Bréfið er einnig að finna undir Ályktanir & Umsagnir