Kettir á varptíma

Fuglavernd skorar á kattaeigendur að halda köttum inni yfir varptíma fugla. Kettir eru öflug og afkastamikil rándýr sem höggva stór skörð í stofna fugla sem verpa í nágrenni við mannabústaði ár hvert.  Á þessum tíma er því mikilvægt að lausaganga katta sé takmörkuð og sérstaklega yfir nóttina. Bjöllur eru í sumum tilfellum betri vörn en engin en langbest er að halda þeim inni.

Fengum þessa mynd lánaða á veraldarvefnum.

Græn ganga 1. maí

Fuglavernd er eitt af þeim félögum sem standa að grænu göngunni 1. maí í samstarfi við stéttarfélög. Efnt er til göngunnar til að krefjast þess að almenningur hafi áfram, eins og hingað til frjálsan aðgang að náttúru Íslands og að almannarétturinn verði virtur.

Þátttakendur safnast saman um kl. 13:00 við hestinn á Hlemmi. Gengið verður á eftir 1. maí göngu stéttarfélaganna sem hefst kl. 13:30. Að dagskrá lokinni á Ingólfstorgi kl. 15 verður gengið að Alþingishúsinu þar sem þúsund grænum fánum verður stungið niður. Göngumenn eru hvattir til að klæðast grænu.

Náttúran er ein dýrmætasta sameign þjóðarinnar. Náttúran, með víðernum og fegurð landsins er einnig orðin okkar helsta tekjulind með örum vexti í ferðaþjónustu. Samhliða því hafa forráðamenn landsvæða takmarkað för fólks um náttúruperlur með gjaldtöku við Geysi og Kerið í Grímsnesi. Einnig er unnið að tillögum um svonefndan náttúrupassa, sem er útfærsla á gjaldi fyrir að skoða náttúru Íslands. Komið hefur fram í skoðanakönnunum að meirihluti landsmanna er mótfallinn slíku gjaldi. Þá hefur þess orðið vart í auknum mæli að landeigendur reyni að takmarka för fólks með því að loka vegum og fornum leiðum með keðjum og hliðum. Almannarétturinn og ferðafrelsið eru því í greinilegri hættu. Krafa grænu göngunnar í ár er að þau beri að vernda og virða.

Eftirfarandi félög standa að grænu göngunni 2014: Alda – félag um sjálfbærni og lýðræði, Eldvötn, Ferðafélag Íslands, Ferðafélagið Útivist, Ferðaklúbburinn 4×4, Framtíðarlandið, Fuglavernd, Græna netið, Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands, Náttúruverndarsamtök Suðurlands, Náttúruvaktin, Samtök útivistarfélaga (SAMÚT), Skotveiðifélag Íslands (SKOTVÍS), Umhverfisvaktin við Hvalfjörð og Ungir umhverfissinnar.

 

Fésbókarsíða atburðarins

 

Áskorun til stjórnvalda að endurskoða villidýralögin

Skýrslan Vernd, velferð og veiðar villtra fugla og spendýra sem inniheldur umfjöllun og tillögur nefndar um stöðu villtra fugla og villtra spendýra hefur nú verið gerð aðgengileg á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Fuglavernd telur mikilvægt að stjórnvöld endurskoði villidýralögin sem fyrst, lögin frá 1994 eru löngu orðin úrelt.

Nefndin telur mikilvægt að endurskoðuð löggjöf og stjórnsýsla á þessu sviði taki mið af þremur lykilstoðum, þ.e. vernd, velferð og veiðum villtra dýra. Hver þessara þátta myndi rammgerða undirstöðu laganna sem frekari útfærslur byggi á. Nefndin segir ennfremur að í núverandi löggjöf sé lögð áhersla á veiðar, og hafi almenn vernd og velferðarmál villtra dýra því að nokkru leyti orðið út undan, þó komið sé inn á þessa þætti í villidýralögum, lögum um dýravernd, náttúruvernd eða öðrum lögum.

Á myndinni eru sandlóuegg. Sigurður Ægisson tók myndina.

[btn color=”green” text=”Villidýraskýrslan” url=”http://www.umhverfisraduneyti.is/media/PDF_skrar/Vernd-velferd-og-veidar-LOKA-8-mai-2013.pdf”]

 

Ályktanir aðalfundar Fuglaverndar 20.04.13

Fundurinn setti fram tvær ályktanir:
1. Ályktun gegn virkjun við Mývatn. 
Aðalfundur Fuglaverndar hvetur til þess að nú þegar verði hætt við öll frekari áform um jarðvarmavirkjanir við Mývatn.  Það steðja margar ógnir að einstöku lífríki vatnsins. Fleiri borholur í Bjarnarflagi munu hafa afar neikvæðar afleiðingar. Fuglvernd hvetur Landsvirkjun til að hætt nú þegar við áform um virkjun við Mývatn.

Greinargerð: Vatnasvæði Mývatns og Laxár hafa verndargildi á heimsmælivarða og eru einn allra mikilvægasti fuglastaður á Íslandi og þar verpa m.a.15 tegundir anda.

  • Við Mývatn er mesti varpstaður flórgoða í Evrópu, og 50 % allra flórgoða á Íslandi verpa við vatnið.
  • Nánast allar hrafnsendur á Íslandi halda til á Mývatni yfir 90% stofnsins.
  • Mývatn og Laxá stærsta og mesta varp straumanda í heiminum en straumendur finnast hvergi annars staðar í Evrópu.
  • Mývatn er geysi mikilvægur varpstaður  óðinshana á íslandi og í Evrópu
  • Mývatn og Laxá eru einu varpstaðir húsandar  í Evrópu utan fáeinna para sem verpa við aðrar ár í nágrenni vatnsins.

Forsenda hins einstaka lífríkis við Mývatn er sú að volgt, steinefnaríkt grunnvatn sérstaklega að kísli, hripar hægt en stöðugt í grunnt stöðuvatnið og skapar einstök skilyrði fyrir kísilþörunga og fleiri lífverur sem mynda grunninn að fuglalífinu. Rétta magnið örfar lífríkið en of mikið er ógnun við það. Frá því að nýting jarðvarma hófst við Mývatn hefur hallað undan lífríkinu. Jarðhitamengun, borholuvökvi frá Bjarnarflagi sem verður til við þéttingu gufu og inniheldur mikið af þungmálum rennur stöðugt frá eldri borholum til Mývatns sem getur haft afar alvarlegar afleiðingar fyrir umhverfið. Silung fækkaði mikið í vatninu og hefur ekki náð sér á strik. Þá hefur álag á lífríki vatnsins aukist þar sem frárennsli eða skólp frá mannvirkjum hefur aukist vegna mikils fjölda ferðamanna við vatnið, að ógleymdri mengun vegna vaxandi bílaumferðar.

2. Ályktun Fuglaverndar um endurheimt votlendis Fuglavernd hvetur stjórnvöld og landeigendur til að hætta framræslu og endurheimta votlendi.

Greinargerð: Árið 1996 var hafist handa við endurheimt tjarna og mýra í smáum stíl. Þrátt fyrir að vaxandi þekkingu á mikilvægi votlendis fyrir lífríki Íslands og loftslag hefur framræsla votlendis á Íslandi verið að færast í aukana á ný umfram það sem er endurheimt. Þessu verður að snúa við. Mýrarnar eru búsvæði fuglategunda sem við berum ábyrgð á á heimsvísu, t.d. óðinshana, jaðrakans og stelks.

Mýrarnar með flóum, flæðiengjum og smátjörnum eru fallegt náttúrulegt umhverfi sem mikilvægt er að vernda og endurheimta það sem spillt hefur verið en um 30.000 kílómetrar af skurðum voru grafnir á 20. öld á Íslandi. Mýrajarðvegurinn geymir milljarða tonna af kolefni sem safnast hefur þar upp sem mór á síðustu 10.000 árum eða frá lokum Ísaldar. Endurheimt mýra og vernd heillegra mýra er mikilvægasta lóðið á vogarskálar baráttunnar gegn loftslagsbreytingunum í heiminum sem Íslendingar geta lagt af mörkum.

Ljósmynd af hrafnsönd á Mývatni. Ljósmyndari. Jakob Sigurðsson.

Fuglavernd hvetur til hófsamra veiða

Fuglavernd hvetur veiðimenn til að sýna samstöðu um hófsama veiði – það er allra hagur að rjúpnaveiðar séu sjálfbærar til framtíðar Rjúpan er hænsnfugl og sá eini sem lifir villtur á Íslandi. Rjúpan er þýðingamikill fugl í íslensku vistkerfi og m.a. forsenda fyrir tilvist fálka hér á landi.Rjúpnastofninn sveiflast reglulega og stofnstærð virðist ná hámarki á um 10 ára fresti og getur verið allt að tífaldur munur á rjúpnamergð í lágmarki og hámarki. Líklega eru það nokkrir samverkandi þættir sem hafa áhrif á sveiflurnar svo sem fæðan, sníkjudýr og afrán. Uppi eru kenningar um að umferð veiðimanna um búsvæði rjúpunnar auki viðbótarafföll umfram það sem veitt er. Við hvetjum til hóflegra veiða og að boð og bönn séu virt og minnum á að sá sem kaupir eða selur rjúpu eða afurðir hennar er að brjóta lög. Þessa fallegu mynd tók Daníel Bergmann og hefur hún einnig prýtt jólakort Fuglaverndar.

Áskorun frá Fuglavernd

Fuglavernd skorar á veiðimenn að virða friðun blesgæsar, nú þegar gæsirnar eru að streyma til landsins frá varpstöðvum sínum á Grænlandi.
Fuglavernd skorar einnig á lögreglumenn og sýslumannsembætti í Borgarfirði og á Suðurlandi að auka eftirlit með gæsaveiðum og skoða afla veiðimanna.
Fullorðnar blesgæsir eru auðþekkjanlegar á svörtum rákum á kviði og hvítri blesu.Ungar blesgæsir þekkjast frá öllum öðrum gæsum á gulum fótum, heiðagæs og grágæs eru með bleika fætur, svo og á röddinni.
Sérstaklega vill Fuglavernd vekja athygli veiðimanna sem hyggjast stunda gæsaveiðar á Vesturlandi og Suðurlandi, að hafa varann á sér, en þar eru aðalviðkomustaðir þessarar fágætu gæsar. Sérstaklega er mikil hætta á að blesgæsir komi inn á skotvölinn þar sem gæsir eru lokkaðar að í kornökrum og stillt er upp gervigæsum. Grágæsir og heiðagæsir á Íslandi standa hinsvegar betur og er óhætt að veiða nokkuð af þeim stofnum á sjálfbærann hátt. Fuglavernd vill einnig hvetja veitingahúsaeigendur, að vera á varðbergi gagnvart gæsum sem þeim eru boðnar til kaups, að þeir séu vel meðvitaðir um hvaða gæsir eru friðaðar.
Grænlandsblesgæsin er enn í hættu og stofninn lítill. Því er áframhaldandi friðun nauðsynleg og að hún sé virt af veiðimönnum.
Fuglavernd skorar á veiðimenn að virða friðun blesgæsar, nú þegar gæsirnar eru að streyma til landsins frá varpstöðvum sínum á Grænlandi.
Fuglavernd skorar einnig á lögreglumenn og sýslumannsembætti í Borgarfirði og á Suðurlandi að auka eftirlit með gæsaveiðum og skoða afla veiðimanna.

Fullorðnar blesgæsir eru auðþekkjanlegar á svörtum rákum á kviði og hvítri blesu. Ungar blesgæsir þekkjast frá öllum öðrum gæsum á gulum fótum, heiðagæs og grágæs eru með bleika fætur.
Sérstaklega vill Fuglavernd vekja athygli veiðimanna sem hyggjast stunda gæsaveiðar á Vesturlandi og Suðurlandi, að hafa varann á sér en þar eru aðalviðkomustaðir þessarar fágætu gæsar. Sérstaklega er mikil hætta á að blesgæsir komi inn á skotvölinn þar sem gæsir eru lokkaðar að í kornökrum og stillt er upp gervigæsum. Grágæsir og heiðagæsir á Íslandi standa hinsvegar betur og er óhætt að veiða nokkuð af þeim stofnum á sjálfbærann hátt. Fuglavernd vill einnig hvetja veitingahúsaeigendur, að vera á varðbergi gagnvart gæsum sem þeim eru boðnar til kaups, að þeir séu vel meðvitaðir um hvaða gæsir eru friðaðar.
Grænlandsblesgæsin er enn í hættu og stofninn lítill. Því er áframhaldandi friðun nauðsynleg og að hún sé virt af veiðimönnum.

Fuglavernd styður meirihluta svartfuglanefndar

Fuglavernd styður eindregið niðurstöðu meirihluta svartfuglanefndar Umhverfisráðuneytisins.

Veiðar, þar með talin eggjataka, eru ekki sjálfbærar úr stofnum sem ná ekki að viðhalda stofnstærð sinni af einhverjum orsökum, t.d. vegna fæðuskorts. Hrun í varpstofnum margra íslenskra sjófuglastofna er staðreynd. Ástundun veiða úr hnignandi stofnum er siðlaus umgengni við náttúruna, óháð magni veiddra fugla. Veiðibann er eina siðlega viðbragðið við stofnhruni tegunda.

Það hljóta að vera hagsmunir allra sem nýta svartfugla að stofnarnir séu sterkir og sjálfbærir. Öll sérhagsmunavarsla getur spillt tiltrú almennings á siðferði veiðimanna og eru ívilnanir sem þeir krefjast á fyrirkomulagi veiðistjórnunar í fullri andstöðu við varúðarreglu sem leyfir sjófuglum að njóta vafans. Svartfuglar og ekki síst lundi gefa af sér miklar tekjur vegna ferðamanna sem koma til að skoða þessa fugla og þær tekjur hverfa þegar þeir grípa í tómt. Á myndinni má sjá stuttnefjur í bjargi. Varpstofn stuttnefju hefur minnkað um 44% á landsvísu á sl. 25 árum og um 95% á Reykjanesskaga.

Skoða tillögur hópsins á vef Umhverfisráðuneytisins

Ljósm:JÓH.