Akurey friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson Umhverfis- og auðlindaráðherra og Dagur B. Eggertsson Borgarstjóri Reykjavíkur undirrituðu formlega friðlýsingu Akureyjar á Kollafirði við Eiðsgranda í dag, 3. maí 2019.

Þetta er fyrsta friðlýsing sem Guðmundur Ingi undirritar en nú stendur yfir átak friðlýsinga hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti í samvinnu við Umhverfisstofnun.

Búsvæðavernd

Akurey er að finna á nýjum vef, www.fuglavernd.is/sjofuglabyggðir en þar hefur Fuglavernd tekið saman upplýsingar um 37 sjófuglabyggðir við Ísland sem eru öll alþjóðlega mikilvæg, oftast vegna fjölda þeirra sjófugla sem reiða sig á þau.

Akurey er lítil, um 6,6 hektarar að stærð, láglend og flöt eins og aðrar eyjar á Kollafirði, hæsti punktur er 10 m.y.s. Eyjan er mjög gróskuleg og stórþýfð og einkennist af lundavarpinu sem þar er. Fjaran er stórgrýtt. Aðal varpfuglinn er lundi, um 20.000 pör í góðum árum, jafnframt verpur eitthvað af æðarfugli, fýl, hettumáfi, sílamáfi, svartabaki, teistu og kríu.

Í Akurey er alþjóðlega mikilvæg sjófuglabyggð, því þar verpa yfir 15.000 pör af lunda, um 0.7% af íslenska stofninum. Einnig verpa þar ýmsir sjófuglar í minna mæli, eins og sílamáfuræður og teista.

Á válista fugla Náttúrufræðistofnunar Íslands eru tegundir sem verpa í Akurey flokkaðar; tegund í bráðri hættu (CR): lundi, tegundir í hættu (EN): fýllsvartbakurteista og tegundir í nokkurri hættu (VU): kríaæðarfugl.

Næstu skref

Fuglavernd fagnar þessar friðlýsingu Akureyjar, en fyrst skoraði Fuglavernd á Reykjavíkurborg að friðlýsa Akurey og Lundey með bréfi þann 10. febrúar 2014, eins og sjá má undir /umsagnir.

Vernd mikilvægs búsvæðis tegundar í bráðri útrýmingarhættu er mjög mikilvægt skref, en á borði Umhverfis- og auðlindaráðherra liggur áskorun frá 12. nóvember 2018 um aðgerðir til varnar svartfuglum.

Frá vinstri: Sigurður Þráinsson sérfræðingur hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti, Hólmfríður Arnardóttir framkvæmdastjóri Fuglaverndar, Jóhann Óli Hilmarsson formaður Fuglaverndar, Björt Ólafsdóttir Umhverfis- og auðlindaráðherra, Indriði R. Grétarsson formaður Skotvís og Ingibjörg Svala Jónsdóttir formaður Vistfræðifélags Íslands.

Áskorun til umhverfisráðherra um friðun teistu (Cepphus grylle)

Föstudaginn 16. júní áttu fulltrúar Fuglaverndar, Vistfræðifélags Íslands og Skotvís fund með Björt Ólafsdóttur Umhverfis- og auðlindaráðherra.

Á fundinum var henni afhent sameiginleg Áskorun til Umhverfis- og auðlindaráðherra um friðun teistu (Ceppus grylle).pdf sem lesa má í heild sinni hér. Fundarmenn fengu jákvæð viðbrögð frá ráðherra á fundinum.

Skv. lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar villtra fugla og spendýra hefur ráðherra yfirumsjón með aðgerðum er varða friðun á villtum dýrum. Nú má skv. reglugerð 34/2012 veiða teistuna frá 1. september til 25. apríl ár hvert. Sama reglugerð heimilar einnig veiðar á öðrum tegundum svartfugla: Álku, stuttnefju, langvíu og lunda.

Teista (Cepphus grylle)

Teista er svartfugl. Teistustofninn er lítill og hefur verið áætlaður 10.000-15.000 varppör, sem samsvarar 51.000-77.000 einstaklingum. Teistum hefur fækkað verulega víða um land og er talið líklegt að þessi stofnstærðartala sé í raun mun lægri. T.d. hefur teistu fækkað um 80% í Strandasýslu frá 1959 en einnig í Flateyjum á Breiðafirði og á Skjálfanda.

Teista verpir tveimur eggjum, liggur á í 29-30 daga og ungatími eru 40 dagar. Teistan heldur sig við strendur og á grunnsævi og leitar sjaldan út á rúmsjó.
Verpur stök eða í litlum byggðum í eyjum, höfðum og urðum undir fuglabjörgum. Hreiður eru í klettaskorum, sprungum, undir steinum eða á syllum í hellum.

Fuglavernd hóf rannsókn á meðafla í grásleppunetum 2015 og sýna frumniðurstöður að teistur ánetjast mest fuglategunda eða allt að 6.700 fuglar árlega. Snemma vors 2016 var gerð úttekt á sjálfbærni bæði skotveiða á teistu og meðafla í grásleppunetum (sem og annarra veiðitegunda fugla) og var miðað við lægri tölu meðafla. Niðurstaðan er að núverandi veiðar eru að meðaltali 7,4 sinnum hærri en sjálfbærnimörk stofnsins leyfa samkvæmt PBR aðferðinni.

Hafrannsóknastofnun mat að árlegur meðafli teista í grásleppunet (um 2.000 fuglar) væri ósjálfbær veiði samkvæmt PBR aðferðinni.

Teista hentar illa sem veiðitegund vegna hægrar viðkomu,en fyrst og fremst vegna lítillar stofnstærðar hérlendis. Þessi tegund hefur í raun verið aukaafli svartfuglaveiðimanna og hefur ekki veriðsérstaklega sóst eftir henni.