Í tilefni af alþjóðlega farfugladeginum munum við vera með fuglaskoðun á Álftanesi sunnudaginn 12.maí. Alflestir farfuglarnar eru þá komnir. Ólafur Torfason mun leiða hópinn en lagt verður af stað frá Kasthústjörn klukkan 13:00 stundvíslega.
Ljósmyndin er af margæs en nú er mikið af þeim á Álftanesi og eru þær hér fargestir vor og haust. Okkar fargestir eru af undirtegund sem er ljósari á kviðinn og verpa á kanadísku Íshafseyjunum en hafa vetursetu á Írlandi. Aðalfæða þeirra er marhálmur, og draga þær nafn sitt af því, en þær sækja oft í tún á vorin og etur sjávarfitjung og grænþörunga. Margæsin er minnsta gæsin hér á landi, aðeins lítið eitt stærri en stokkönd. Höfundur myndarinnar er Eyþór Ingi Jónsson.
Allir velkomnir – munið að taka sjónaukan með. Það má svo gerast félagi að Fuglavernd með því að senda okkur póst á fuglavernd@fuglavernd.is en hér má sjá allt um aðildina: https://fuglavernd.is/felagar/
Hér er slóðin á vef alþjóðlega farfugladagsins: http://www.worldmigratorybirdday.org/