Fjöruhreinsun í Selvogi 31.ágúst

Bandaríska sendiráðið í Reykjavík og Blái herinn, í samstarfi við Fuglavernd, býður til hreinsunarátaks í Selvogi miðvikudaginn 31. ágúst. Þetta er tækifæri til að sameinast um verndun umhverfisins, og hreinsa hluta af þessu fallega landi, sem er annaðhvort gestgjafi okkar eða heimili. Við munum eyða nokkrum klukkustundum í að hreinsa rusl í fjörum, undir leiðsögn landeigenda, en síðan mun sveitarfélagið Ölfus og landeigendur í Selvogi bjóða til grillveislu, til að fagna samstarfinu.

Sendiráðið mun sjá um flutning á sjálfboðaliðum til og frá staðnum. Brottför verður frá miðbæ Reykjavíkur kl. 11:00, staðsetning birt síðar. Þeir sem óska að koma á eigin bílum geta hitt hópinn við Strandarkirkju um hádegið.  Við hvetjum fólk að sjálfsögðu til að sameinast um bíla.

Þeir sem vilja taka þátt vinsamlegast sendið okkur póst á fuglavernd@fuglavernd.is og látið fylgja með upplýsingar um hvort þið komið á eigin vegum eða með rútu senduráðsins.

Við hvetjum alla til að taka þátt, unga sem aldna en munið eftir góðum hlífðarfötum.
Sjáum sem flesta 31. ágúst.

 

Fuglaskoðun í Flóa á sunnudag

Sunnudaginn 26. júní 2016 mun Fuglavernd bjóða upp á fuglaskoðun númer þrjú í fuglafriðlandinu í Flóa. Fuglaskoðunin hefst klukkan 17:00 við fuglaskoðunarskýlið sem er við bílastæðið í Friðlandinu.

Votlendisfuglar einkenna svæðið og eru bein tengsl við nálæg fuglarík svæði eins og fjöruna, Ölfusárós og Ölfusforir. Fuglalífið er sérstaklega auðugt og tegundaríkt á varptíma en nærri 25 tegundir verpa þar að staðaldri.

Á heimasíðunni okkar má finna frekari upplýsingar um Fuglafriðlandið um gróður og dýralíf með meiru.
Mikilvægt er að vera í stígvélum eða nær vatnsheldum skól því það er frekar blautt á. Muna eftir sjónaukanum og gaman er að taka með handbók um fugla.
Allir velkomnir en hér má sjá kort af Friðlandinu í Flóa.

13 erlendir sjófuglafræðingar

Við hýstum fund í byrjun júní sem hafði það að markmiði að tilnefna verndarsvæði til Ospar samningsins og að því tilefni fengum við til okkur 13 erlenda sjófuglafræðinga sem gáfu vinnu sína í þetta verkefni, þrír innlendir tóku líka þátt, þeir Erpur Snær Hansen, Þorkell Lindberg Þórarinsson og Arnþór Garðarsson. BirdLife International getur tilnefnt fyrir aðildarfélögin sín en Fuglavernd er aðili að BirdLife.

Hér er linkur á Ospar samninginn sem Ísland fullgilti árið 1997.

 

Hlaupið til góðs – 20. ágúst 2016

Reykjavíkurmaraþonið verður laugardaginn 20. ágúst og hefur Fuglavernd skráð sig til leiks –  sem þýðir að hægt er að safna áheitum fyrir félagið. Áheitasöfnun í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram á hlaupastyrkur.is  líkt og undanfarin ár. Hvetjum við velunnara félagsins að skoða þegar fram líða stundir hvaða hlauparar eru að safna áheitum og svo þá sem ætla að hlaupa að beina sjónum sínum að félaginu. Gangi ykkur vel!

Fuglaskoðun í friðlandi í Flóa

Sunnudaginn 19. júní 2016 mun Fuglavernd bjóða upp á fuglaskoðun númer 2 í fuglafriðlandinu í Flóa. Að þessu sinni mun Örn Óskarsson leiða okkur um svæðið en fuglaskoðunin hefst klukkan 17:00 við fuglaskoðunarskýlið sem er við bílastæðið í Friðlandinu.

Votlendisfuglar einkenna svæðið og eru bein tengsl við nálæg fuglarík svæði eins og fjöruna, Ölfusárós og Ölfusforir. Fuglalífið er sérstaklega auðugt og tegundaríkt á varptíma en nærri 25 tegundir verpa þar að staðaldri.

Á heimasíðunni okkar má finna frekari upplýsingar um Fuglafriðlandið um gróður og dýralíf með meiru.
Mikilvægt er að vera í stígvélum eða nær vatnsheldum skól því það er frekar blautt á. Muna eftir sjónaukanum og gaman er að taka með handbók um fugla.
Allir velkomnir en hér má sjá kort af Friðlandinu í Flóa.
Ljósmynd Elma Rún Benediktsdóttir
Tjörn í friðlandinu. Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Friðlandið í Flóa – fuglaskoðun

Sunnudaginn 12. júní n.k. mun Fuglavernd bjóða upp á fuglaskoðun í Fuglafriðlandinu í Flóa. Jóhann Óli Hilmarsson og Alex Máni Guðríðarsson munu leiða okkur um svæðið en fuglaskoðunin hefst klukkan 17:00 við fuglaskoðunarskýlið sem er við bílastæðið í Friðlandinu.  Votlendisfuglar einkenna svæðið og eru bein tengsl við nálæg fuglarík svæði eins og fjöruna, Ölfusárós og Ölfusforir. Fuglalífið er sérstaklega auðugt og tegundaríkt á varptíma en nærri 25 tegundir verpa þar að staðaldri.

Á heimasíðunni okkar má finna frekari upplýsingar um Fuglafriðlandið um gróður og dýralíf með meiru.
Mikilvægt er að vera í stígvélum eða nær vatnsheldum skól því það er frekar blautt á. Muna eftir sjónaukanum og gaman er að taka með handbók um fugla.
Allir velkomnir en hér má sjá kort af Friðlandinu í Flóa.
Ljósmynd Jóhann Óli Hilmarsson

Fuglaskoðun í Heiðmörk

Mánudaginn 23.maí verður fuglaskoðun í Heiðmörk  Lagt verður af stað stundvíslega klukkan 17:30 frá Elliðavatnsbænum og tekinn hringur í nágrenninu.  Skoða á ríkulegt fuglalíf við Elliðavatn og í skógarjaðrinum en Hallgrímur Gunnarsson mun leiða gönguna og mun hún taka um klukkutíma.
Þessi fuglaganga er samstarf Skógræktar Reykjavíkur og Fuglaverndar en allir eru velkomnir. Munið að taka sjónaukann og jafnvel fuglabókina með og vera vel klædd.

Myndasýning- 18. maí

Á slóðum mörgæsa og sela – Ljósmyndasýning frá ferð sem Gunnlaugur Sigurjónsson og Jóhann Óli Hilmarsson fóru í nóvember 2015 til Suður Georgiu og Falklandseyja með viðkomu í Chile. Sýndar verða myndir af dýra og fuglalífi á þessum suðrænu slóðum. Suður Georgia er einstök eyja hvað varðar fugla og dýralíf og leit er að annarri eins paradís fyrir náttúruljósmyndara.

Atburðurinn verður í Borgartúni 19 í húsakynnum Arion Banka og hefst kl. 20:30 þann 18. maí 2016. Sýningin hefst stundvíslega og er öllum opin svo lengi sem húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis fyrir félaga í Fuglavernd en aðgangseyrir er 500 krónur fyrir aðra.

Ljósmyndanámskeið 6., 7. og 8.maí

Námskeið í stafrænni fuglaljósmyndun verður haldið dagana 6., 7. og 8. maí 2016. Markmið námskeiðsins er að kynna grunnatriði í fuglaljósmyndun, tæki, tækni og nálgun við fugla. Farið verður yfir hvaða myndavélar henta best, hvernig linsur, þrífætur, forrit og fl. tæknileg atriði. Rætt verður um myndbyggingu, felutjöld, ljósmyndun úr bíl og annan útbúnað. Hvað er öðruvísi við að mynda fugla, hvað ber að varast og hvað gerir það eftirsóknarvert. Námskeiðið getur nýst jafnt byrjendum sem lengra komnum sem hafa áhuga á fuglaljósmyndun.

Námskeiðið verðu þrískipt – þrjú skipti.

Föstudagur 6. maí frá 18:30-22:00 – innifalinn er léttur kvöldverður
Í fyrsta hluta er farið yfir grunnatriðin. Farið verður yfir hvað skiptir máli við val á myndavélum, linsum og aukabúnaði. Stillingar og tæknileg atriði verða rædd. Farið verður í hluti eins og myndbyggingu og hvað þarf að hafa í huga þegar verið er að mynda. Bent verður á góða staði til fuglaljósmyndunar, skoðað hvernig best er að nálgast fugla og farið verður í ýmis hagnýt atriði er snúa að fuglaljósmyndun.
Leiðbeinandi er Sindri Skúlason.

Laugardagur 7. maí 13:00-17:00 – sameinast í bíla
Í öðrum hluta er farið í vettvangsferð þar sem þátttakendur spreyta sig í fuglaljósmyndun. Farið verður á nokkra góða fuglaljósmyndastaði sem eru eftirsóttir á höfðuborgarsvæðinu. Sýnt hvernig þekking á íslensku fánunni nýtist í að nálgast viðfangsefnið.
Leiðbeinandi er Daníel Bergmann.

Sunnudagur 8. maí 18:30-22:00 – innifalinn er léttur kvöldverður
Þriðji hluti er svo helgaður úrvinnslunni og frekari leiðum til að öðlast færni í bæði fuglaljósmyndun og eftirvinnslu. Farið yfir helstu atriði við lagfæringu mynda og hvaða forrit er best að nota.
Leiðbeinandi er Christopher Lund.

Verð 35 þús. fyrir félagsmenn en 39. þús fyrir utanfélagsmenn en bent er á að mörg stéttarfélög taka þátt í kostnaði við námskeið af þessu tagi, allt að 50% af námskeiðsgjaldi. Skráning er hafin en vinsamlegast sendið nafn, kt. og heimilisfang á netfangið fuglavernd@fuglavernd.is. Fyrstir koma fyrsti fá – en við tökum ekki fleiri en 17 á námskeiðið.

 

Fuglaskoðun í grasagarðinum 30.apríl

Á laugardaginn 30. apríl kl. 11 býður Grasagarður Reykjavíkur upp á fuglagöngu í Laugardal í samstarfi við Fuglavernd. Hannes Þór Hafsteinsson garðyrkjufræðingur og Einar Þorleifsson náttúrufræðingur leiða gönguna. Þeir munu fræða gesti um þær fuglategundir sem fyrir augu ber og auk þess skoða hvaða tegundir plantna laða að fugla. Gestum er bent á að gaman getur verið að taka með sér sjónauka í gönguna.
Mæting við aðalinnganginn kl. 11. Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir.