Ljsm Hjalti Lúðvíksson

Alþjóðlegi farfugladagurinn að hausti laugardaginn  9. okóber 2021

Ljósm. ofan Hjalti Lúðvíksson

Níu manns á vegum Fuglaverndar hittust við Garðskagavita og skoðuðu og hentu tölu á fuglaflóruna þar á farfugladegi að hausti.  Enn fremur voru skoðaðir fuglar í Sandgerði og á Fitjum í Njarðvíkum.

Heilmikið sást af gylltum heiðlóum, hettulausum hettumáfum og  svo ekki sé minnst á vaðfugla eins og tildrur, sandlóur og sendlinga í haust eða vetrarbúning.   Það gekk á með skúrum en allir voru vel klæddir og vopnaðir sjónaukum. Eftir tveggja tíma úthald fór að hellirigna og þá var gert súpuhlé á veitingastaðnum Röstinni og þar var skipst á fuglasögum af krafti. Síðan var ekið til Sandgerðis og veðurguðirnir voru hópnum hliðhollir því það stytti upp skamma stund þegar staldrað var við þar og tjaldar, topendur og fleiri fuglar skoðaðir.  Síðasti áfangastaður var Fitjar í Njarðvíkum en þar hellirigndi en hópurinn setti upp hetturnar og fór út að skoða rauðhöfðaendur og álftir og sáu þá eina flæking dagsins; ljóshöfðastegg.  24  tegundir sáust samanlagt,

Fyrir utan hvað það er gaman að skoða fugla og reyna að greina nýjar tegundir er mikil skemmtun af því að hitta aðra félaga Fuglaverndar. Margir sem hafa áhuga á fuglaskoðun eru einir á báti í áhugamálinu og  hafa ekki alltaf skilning vina og kunningja á þessu. Sumir eiga auðvitað fullt af fuglaskoðunarvinum en fyrir þá sem eru einir á báti í áhugamálinu sínu þá mælum við í Fuglavernd með að koma á viðburðina okkar, hvort sem er í Friðlandinu, Garðskaga, í skógarferðir, langferðir um landið eða í fuglaskoðanir erlendis. Maður þarf ekki að vera fulllærður í faginu til að njóta þess. Alltaf er gott  að læra eitthvað nýtt. Þrátt fyrir að fuglar séu skemmtilegt viðfangsefni þá er maður manns gaman líka. Í þessum túr var Anna-María Lind starfsmaður skrifstofu Fuglaverndar fararstjóri, áhugakona um fugla en ekki enn sérfræðingur.  Innan vébanda Fuglaverndar er urmull færra fuglaskoðara sem við fáum með til leiks þegar þannig ber undir.

ljósmyndir Katrín Guðjónsdóttir

Vinnuferð í Friðlandi í Flóa í október

Það þarf að viðhalda fuglaskoðunarhúsinu, rampi og palli í Friðlandinu. Fyrsta laugardag í október hittist þriggja manna hópur í Friðlandinu í Flóa til að vinna að viðhaldi mannvirkjanna þar. Fyrr á árinu mætti hópur á staðinn og hreinsaði lausa málningu af rampi og palli. Haust hópurinn náði að skrapa enn fremur og  olíubera allan rampinn og borð og bekk á pallinum. Eftir stendur þá að fínskrapa pallinn og húsið sjálft og síðan olíubera pallinn og mála húsið næst þegar gefur. Gert er ráð fyrir að það verði næsta vor.

Smáfugladrápi með lími og haglabyssum linnir ekki á Kýpur- hvað getum við gert?

Systurfélag Fuglaverndar á Kýpur sendi ákall um hjálp.

Eftir að hafa með þrotlausri vinnu í 20 ár tekist að fá veiðar á smáfuglum í farflugi bannaðar á Kýpur þá breytti þingið nýverið  lögunum aftur og lækkuðu sektir úr 2000 evrum í 200 fyrir brot á lögunum. Eins og þekkt er hafa þessar veiðar farið fram með lími á greinum og haglabyssum.  Meðal þeirra 14 tegunda sem eru mest vinsælar til veiðar og flokkast sem “lostæti” eru fuglar sem sjást árlega hér á landi: Hettusöngvari (sylvia atricapilla), bókfinka (fringilla coelebs), gráspör (passer domesticus), laufsöngvari (phylloscopus trochilus), gransöngvari (phylloscopus collybita) og glóbrystingur (erithacus rubecula).

BirdLife Cyprus vilja ná 15000 undirskriftum til að til að leggja fyrir þingið. Fuglavernd ásamt öðrum félögum í náttúruvernd hafa ljáð málinu stuðning. Félagar í Fuglavernd sem og utanfélags geta skráð nafn sitt á undirskriftarlista sem má finna hér.

Hér er frétt um málið á heimasíðu BirdLlife Cyprus

 

 

Hér er hægt að skrifa undir

 

 

Margæs (Margæs (Branta bernicla). Ljósmynd: © Daníel Bergmann.

Þrengt að fuglalífi við Bessastaðatjörn – ályktun send

Vegna ábendinga fóru fulltrúar frá Fuglavernd og Landvernd að skoða svæði á Norðurnesi á Álftanesi þar sem til stendur að byggja  golfvöll. Hann mun þrengja að fuglalífi og þeir sem þekkja til sjá væntanlega fyrir sér margæsir vappandi um völlinn á meðal golfspilara.

Landvernd og Fuglavernd hafa kynnt sér drög að deiliskipulagi á Norðurnesi. Uppdrátturinn sýnir að áformað er að fara með golfvöllinn alveg niður að bökkum Bessastaðatjarnar. Þá er svæðið á milli tveggja læna sem ganga vestur úr Tjörninni notað sem „græna (green)“. Gangi þessi áform eftir mun þrengja mjög að fuglalífi við Bessastaðatjörn sem skýrslur um fuglalíf sýna að er bæði mikið og vermætt. Svæðið eins og það er í dag hefur einnig mikið upplifunargildi fyrir bæði íbúa og gesti. Hætt er við að þetta spillist ef farið verður að þessum tillögum.

Félögin hafa sent ályktun til Garðabæjar vegna málsins sem má finna hér .

SveinnJonsson_stelkur

Bráðskemmtilegur útvarpsþáttur: Fuglar þáttur Höllu Ólafsdóttur á rás 1 í apríl s.l.

Ljosmynd, Sveinn Jónsson;stelkur

Tilvalið að hlusta og ekki verra að deila til þeirra sem vita ekkert um fugla.

Fjallað m.a. um fordóma og þekkingu á fuglum og hvernig maður verður fuglaáhugamaður.

Viðmælendur eru: Nói Hafsteinsson, Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Tristana Sól Kristjánsdóttir, Ólafur Nielsen, Gunnar Þór Hallgrímsson, Lilja Jóhannesdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Freydís Vigfúsdóttir og Hjördís Stefánsdóttir.

Hér er hægt að hlusta

SveinnJonsson_stelkur
SveinnJonsson_stelkur
Rjómagult höfuð og hvítt stél eru einkenni fullorðinna arna. © Ljósmynd: Daníel Bergmann.

Dagur íslenskrar náttúru- hipp húrra

Ljósmynd: Daníel Bergmann

Í dag er afmælisdagur Ómars Ragnarssonar og var sá dagur valinn sem Dagur íslenskrar náttúru af ríkisstjórn Íslands árið 2010.

Hipp húrra fyrir Ómari sem hefur aldeilis lagt sitt á vogaskálar til varnar íslenskri náttúru.

Hipp húrra fyrir degi Íslenskrara náttúru og allra félaga og samtaka sem standa vörð um náttúru okkar frá fjöru til fjalla – frá láði til lofts – frá smáfuglum  til stórhvela.

 

Fuglaverndarfélag íslands var stofnað árið 1913 til varnar haferninum okkar sem var undir skipulögðum ofsóknum og var nær útdauður. Meira um haförninn hér

 

Í vefverslun okkar er hægt að kaupa ritið Haförninn, tímaritið Fuglar 2013 með haförninn sem aðalefni og póstkort af haförnum.  Hægt að kaupa sem pakka eða sitt í hverju lagi.

Rjómagult höfuð og hvítt stél eru einkenni fullorðinna arna. © Ljósmynd: Daníel Bergmann.
Rjómagult höfuð og hvítt stél eru einkenni fullorðinna arna. © Ljósmynd: Daníel Bergmann.
Kvenfuglinn (assa, til vinstri) er áberandi stærri en karlfuglinn (ari) og með sterkbyggðari gogg. © Ljósmynd: Daníel Bergmann.

Haförninn íslenski 2021

Varp haf­arn­ar­ins gekk vel í ár og komust 58 ung­ar á legg. Krist­inn Hauk­ur Skarp­héðins­son, dýra­vist­fræðing­ur hjá Nátt­úru­fræðistofn­un, seg­ir þetta mesta fjölda unga frá því að hafern­ir voru fyrst tald­ir fyr­ir rétt­um 100 árum árið 1921. Hann rifjar upp að þá hafi upp­lýs­inga verið aflað á mann­talsþing­um, en síðan hafi rann­sókn­ir smám sam­an eflst og arn­ar­stofn­inn sé nú einna best þekkti fugla­stofn lands­ins.

Í ár var orpið á 69 óðulum og komust ung­ar á legg á 45 þeirra. Krist­inn Hauk­ur seg­ir að all­ar vísi­töl­ur arn­ar­ins séu sterk­ar í ár, hreiður, varp, ung­ar og óðul í ábúð sem eru nú 86. Í fyrra komust 52 ung­ar á legg og 56 árið 2019, sem þá var besta árið í 100 ára sögu taln­inga. Nú áætl­ar Krist­inn Hauk­ur að arn­ar­stofn­inn telji á fjórða hundrað fugla, en stór hluti hans séu ung­fugl­ar, sem al­gengt er að byrji að verpa 5-6 ára. Á sjö­unda ára­tug síðustu ald­ar voru arna­pör­in aðeins tal­in vera ríf­lega 20.

Aðal­heim­kynni arn­ar­ins eru frá Faxa­flóa norður og vest­ur um í Húna­flóa. Full­orðnir fugl­ar hafa sést reglu­lega aust­ur í Mý­vatns­sveit en hafa ekki ekki slegið sér niður í varp á þeim slóðum.

„Enn er nokkuð í land að haförn­inn loki hringn­um og fari að verpa í öll­um lands­hlut­um, en ég held að það ger­ist á næstu ára­tug­um ef þessi hag­fellda þróun held­ur áfram,“ seg­ir Krist­inn Hauk­ur.

Hann seg­ir að tíðarfarið á und­an­förn­um árum hafi verið ern­in­um hag­stætt og stofn­inn hafi fengið meiri frið og svig­rúm til að þró­ast og þrosk­ast en áður.

Þetta er úr frétt Morgunblaðisins

 

Fýll © Daníel Bergmann

Fýlsungar á þurru landi

Fýlsungar eru að yfirgefa hreiður frá lok águst fram í miðjan september. Þeir svífa frá syllunni sinni  og ná oft ekki út í sjó og lenda þá á landi milli varpstöðva og sjávar. Eftir gott sumar er nú urmull af þeim í Mýrdalnum og vafalaust víðar. Þeir eru í tugum á götum Víkur þegar þetta er ritað.

Fæstum fýlsungum þarf að bjarga, þeir spjara sig oftast sem hafa lent á söndum, túnum, engjum
eða viðlíka “flugbraut”. Þeir léttast á nokkrum dögum og verja tíma sínum við að styrkja vængi.
Þeir sem lenda á bílastæðum, vegum, skógi, háu grasi og í lúpínubreiðu gæti hinsvegar þurft að bjarga.

ATH: Þegar fýlsungar verja sig þá spýja eða æla þeir lýsiskenndu magainnihaldi sínu. Bunan getur verið
hátt í 2 m á lengd. Það er vissara að varast að lenda í bununni.

Flesta fýlsunga sem lenda á vegum þarf ekki að flytja á brott, yfirleitt er nóg að koma þeim af vegi
sjávarmegin við veginn.

EF ÞAÐ ÞARF AÐ FANGA FÝLSUNGA t.d. í þéttbýli, skóglendi, bílastæði, lúpinubreiðu eða af vegi þá er best að vera með réttan útbúnað.

Hér má sjá viðtal í Landanum á RÚV við hóp sjálfboðaliða sem fór í björgunaleiðangur

FÖT: Föt sem má fórna í fýla-ælu, gúmmíhanskar.  Áberandi lit á fatnaði ef verið er við vegi, t.d. áberandi gul vesti.

VERKFÆRI:
Handklæði til að fanga fýlsunga með.
Kassar 2 – 20 kassar til að setja ungana í.
Aðeins má setja einn fýl í kassa. Ef þeir eru tveir eða fleiri þá geta þeir ælt á hvorn annan og verða útataðir í lýsi.
Þá eru þeir í vondum málum.
Bíll og jafnvel kerru.

HVAR Á AÐ SLEPPA FÝLSUNGA: Alls ekki í sandfjöru þar sem er brim, þá velkjast þeir bara um og drepast.
Það verður að sleppa þeim þar sem þeir geta náð að svífa niður á sjávarflöt.
Lygnar ár og víðir ósar koma til greina. Jökulsár eru ekki lygnar ár.

Sleppistaðir í kringum Mýrdal og undir Eyjafjöllum:
Dyrhólaey, neðri ey og Dyrhólaós. Lónin hjá Höfðabrekku.
Sandar sunnan lúpínubreiða.
Holtsós. Skógaá.

Fýlsungar eru stríðaldir af foreldrum sínum svo þeir verða of þungir til flugs. Fýlavarp hefur teygt sig lengra inn til landsins, fjær sjó en hentugt er fyrir fýlsunga. En fýlum hefur fjölgað á s.l. áratugum og fýlahjón leita sér að góðu hreiðurstæði í björgum.
Nokkrar ástæður eru fyrir vali á björgum fjarri sjó. Þar má telja að sjóbjargastæðin eru frátekin, viðkomandi fýll ólst upp á syllu t.d. í Markarfljótgljúfrum og leitar heim.
Fýlar geta orðið allt að 60 ára gamlir og geta komið upp einum unga árlega.

Við þiggjum með þökkum ábendingar um góða sleppistaði fýlsunga um land allt.

Meiri fróðleikur um fýla

Ragnheiður Blöndal og Sigurjón Halldór Birgisson bjarga fýlsungum, frétt á visir.is

 

Fýll. Ljósm: Jóhann Óli Hilmarsson

Framkvæmdastjóri Fuglaverndar segir frá félaginu Fuglavernd

Fyrirtaks viðtal frá því í vor 2021 við Hólmfríði Arnardóttur framkvæmdastjóra Fuglaverndar.
Viðtalið var í þættinum “Sögur af landi” á Rás 1 og er fyrsta erindi þáttarins. Smellið hér til að hlusta. Mjög góð kynning á félaginu.

Ef félagar Fuglaverndar vilja kynna félagið þá er gott að dreifa hlekknum til þeirra sem hafa áhuga.

Hólmfríður Arnardóttir framkvæmdastjóri Fuglaverndar og Mark Day frá RSPB skoða skilti í Friðlandinu í Flóa © Ljósmynd: Dögg Matthíasdóttir
Tjaldur. Jóhann Óli Hilmarsson

Blogg um vaðfugla

Graham Appleton heldur úti bloggsíðu um vaðfugla. Hann er tengdur Íslandi gegnum rannsóknir sínar á farflugi vaðfugla og fleira. Hann hefur m.a. verið í samstarfi við Böðvar Þórisson, Sölva Rúnar Vignisson og Tómas Grétar Gunnarsson í rannsóknum á vaðfuglum og sérlega tjöldum.
Graham leitast við í bloggi sínu að gera rannsóknir á vaðfuglum aðgengilegri almenningi. Hann skrifar skemmtilegan texta. Bloggið um hvernig það eru tjalda feðurnir sem hafa áhrif á farflug afkvæmanna er áhugavert sem og allir aðrir dálkar í blogginu.
Hér er hægt að lesa um tjalda feðurnar.