Heiðagæsir á flugi ©Jóhann Óli Hilmarsson

Upplýsingar úr grágæsa og heiðagæsa talningu í október

Upplýsingar frá Svenju N.V. Auhage hjá Náttúrufræðistofnun Íslands úr grágæsa og heiðagæsa talningu í október

Alls fengum við upplýsingar um 230 heiðagæsir á landinu í kringum talninguna 30. – 31. Október.

Í þetta sinn var ekki hægt að telja grágæsir úr lofti vegna veðurs en í staðinn var keyrt um Suðurlandið og einnig um Vesturland og leitað af gæsum. Alls sáust og voru tilkynntir 15.595 grágæsir í kringum talninguna 27. – 28. nóvember og er dreifingin eftirfarandi:

13929 Suðurland

1093   Vesturland

513     Norðurland

60       Austurland

15595 Alls

Grágæs (Anser anser). Ljósmynd: © Daníel Bergmann.
Grágæs (Anser anser). Ljósmynd: © Daníel Bergmann.