Silkitoppur og skógarþröstur. Ljósmynd: Örn Óskarsson.

Garðfuglahelgin 27. – 30. janúar

Garðfuglahelgin 2017 er alveg að bresta á. Athugendur velja hvaða dag þeir fylgjast með garðfuglunum eftir veðri og aðstæðum. Þátttakendur skrá hjá sér hvaða fuglar koma í garðinn og þá er miðað við mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir. Talningin miðar við þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir.

Ef fuglunum er ekki gefið reglulega þá er gott er að hefja undirbúning talningar nokkrum dögum áður með því að gefa daglega til að lokka að fugla. Misjafnt er hvaða fóður hentar hverri fuglategund. Epli eru vinsæl hjá mörgum fuglum og auðvelt að koma þeim fyrir með því að skera þau í tvennt og festa á trjágrein.

 

Hér er viðburðurinn: Garðfuglahelgin 2017

Hér er viðburðurinn á Facebook: Garðfuglahelgin 2017 

Krumminn fugl viskunnar

Kvikmyndasýning

Í samstarfi við Náttúrufræðistofu Kópavogs verður kvikmyndin Krumminn, fugl viskunnar eftir Pál Steingrímsson sýnd í fjölnotasal á 1. hæð Náttúrufræðistofu/Bókasafns Kópavogs laugardaginn 14. janúar kl. 13:00.

Sýningin er í samstarfi við Fuglavernd og til minningar um Pál sem lést nýverið en eftir hann liggja margar forvitnilegar kvikmyndir um dýralíf á Íslandi. Þann 8. apríl verður myndin Flug spóans sýnd.

Sýningarnar eru liður í fjölskyldustundum Menningarhúsanna í Kópavogi sem haldnar eru á hverjum laugardegi.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Viðburðurinn á vef Kópavogsbæjar

Viðburðurinn á Facebook

Vefurinn uppfærður

Við erum í þeirri vinnu að uppfæra vefinn okkar og meðan sú vinnsla stendur yfir, getur vel verið að eitthvað sé ekki eins og það á að vera.

Vinsamlegast, sendið okkur ábendingar á fuglavernd@fuglavernd.is, þær eru allar vel þegnar.

Snjótittlingar

Munið eftir smáfuglunum

Munið að gefa smáfuglunum í garðinum.

Þegar kalt er, vættu brauð og haframjöl í matarolíu. Olían er góð í frosti og gefur fuglunum aukna orku. Þurra brauðskorpu má einnig væta með vatni. Öll fita er vinsæl hjá fuglum á köldum vetrardögum.

Hér getur þú lesið meira um fóðrun garðfugla.

Á skrifstofu Fuglaverndar seljum við ýmis konar fóður fyrir fugla. Póstsendum hvert á land sem er. Skoðaðu vöruúrvalið.

Fuglafóður

  • Kurlaður maís fyrir snjótittlinga (650 g) – 300 kr
  • Sólblómafræ án hýðis (1 kg) – 600 kr
  • Sólblómafræ með hýði (2 kg) – 1.200 kr
  • Sólblómafræ án hýðis, sekkur (23 kg)  – 9.000 kr

 

Bókarkápa Væri ég fuglinn frjáls

Útgáfuhóf: Væri ég fuglinn frjáls

Fimmtudagskvöldið 22. desember frá kl. 18 – 19 bjóðum við félagsmönnum til útgáfuhófs bókarinnar Væri ég fuglinn frjáls, fyrstu skrefin í fuglaskoðun.

Fyrir félagsmenn sem greitt hafa árgjaldið verður bókin á tilboðsverði 2.500 krónur í útgáfuhófinu. Höfundurinn Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur sem jafnframt tók ljósmyndir í bókina verður hjá okkur og áritar eintök sé þess óskað.

Á kápusíðum bókarinnar eru myndir af algengustu fuglum á Íslandi. Þeim er skipt niður í sex flokka eftir búsvæðum, skyldleika og lífsháttum: sjófuglar, vaðfuglar, máffuglar, landfuglar, vatnafuglar og spörfuglar. Þessi flokkun gerir ungum og áhugasömum fuglaskoðurum kleift að greina flesta þá fugla sem þeir sjá á förnum vegi.

Í bókinni er að finna verkefni eftir árstíðum t.d. að fylgjast með farfuglum á vorin því koma farfuglanna er stór hluti vorkomunnar. Þá er fjallað um hvað þarf til fuglaskoðunar, hvert er hægt að fara, fóðrun fugla til að laða þá að görðum og fuglavernd.

Fuglavernd þakkar sérstakleg eftirtöldum aðilum fyrir stuðning þeirra við útgáfu bókarinnar: Barnavinafélagið Sumargjöf, Náttúruverndarsjóður Pálma Jónssonar stofnanda Hagkaups, Samfélagssjóður Valitor, Samfélagssjóður Landsbanks, Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.

Allir velkomnir, aðgangur ókeypis og við vonumst til að sjá sem flesta í jólaskapi.

Hólmfríður Arnardóttir kynnir Fuglavernd

Kynning Fuglaverndar á Grund

Fimmtudaginn 8. desember heimsóttu starfsmenn Fuglaverndar Dvalarheimilið Grund og kynntu félagsstarfið.

Umsjónarmaður morgunstundarinnar á Grund, Pétur Þorsteinsson hafði samband við félagið og óskaði eftir kynningunni og var okkur ljúft og skylt að verða við þeirri bón.

Hólmfríður Arnardóttir framkvæmdastjóri Fuglaverndar flutti erindi um stofnun og starfsemi Fuglaverndar og að því loknu sköpuðust umræður um fugla, vernd og fóðrun garðfugla. Um 30 manns hlýddu á erindið sem vakti mikla ánægju.

Skógarþröstur, Stari og Gráþröstur. Ljósmyndari: Örn Óskarsson

Fuglalíf að vetri

Í samstarfi við Grasagarð Reykjavíkur í Laugardal stendur Fuglavernd fyrir viðburði sunnudaginn 11. desember kl. 11.

Hannes Þór Hafsteinsson garðyrkjufræðingur og fuglaáhugamaður mun leiða fræðslugöngu þar litið verður til fuglalífsins í Grasagarði Reykjavíkur. Farið verður yfir fuglafóðrun, fuglar garðsins skoðaðir og kíkt eftir flækingum en Grasagarðurinn er viðkomustaður margra fagurra flækinga svo sem barrfinku, glóbrystings og bókfinku.

Gangan fer af stað frá aðalinngangi Grasagarðsins. Gott er að hafa með sér kíki því síðustu daga hefur heyrst í bókfínku en hún hefur enn ekki sést.

Að göngunni lokinni er tilvalið að líta við í Garðskálanum þar sem svartþrestir verpa en þar er jólamarkaður á aðventunni, Flóran Café/Bistro er opin frá kl. 11-17 og kl. 12:30 leikur lúðrasveit jólalög.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis

Bókarkápa Væri ég fuglinn frjáls

Væri ég fuglinn frjáls

Það gleður okkur að segja frá því að við höfum lokið útgáfu fuglaskoðunarrits fyrir börn sem ber heitið: Væri ég fuglinn frjáls. Fyrstu skrefin í fuglaskoðun.  

Verkefnið er skrifað fyrir 4.-5. bekkinga, en höfðar þó til allra sem eru að stíga sín fyrstu skref í þessu skemmtilega og fræðandi áhugamáli, jafnt heima sem í skóla.  Myndir af algengustu fuglum Íslands eru á kápusíðum en það gerir ungum og áhugasömum fuglaskoðurum kleift að greina þá fugla sem þeir sjá.

Ritið er fáanlegt á skrifstofu okkar og kostar kr. 3000, –
Höfundur er Jóhann Óli Hilmarsson

Eftirtaldir styrktu útgáfuna:
Umhverfis-og auðlindaráðuneytið
Barnavinafélagið Sumargjöf
Náttúruverndarsjóður Pálma Jónssonar
Valitor – Samfélagssjóður
Landsbanki Íslands – Samfélagssjóður

Og þökkum við þeim kærlega fyrir það en það gerir okkur jafnframt kleift að senda svokallað bekkjarsett till allra grunnskóla landsins þeim að kosnaðarlausu.

 

Á fundi með forsetanum

Formaður og framkvæmdastjóri áttu ánægjulegan fund með forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni í vikunni sem leið, ásamt nokkrum fulltrúum náttúruverndar, sem margir hverjir eru jafnframt hagsmunaaðilar í náttúruvernd. Orri Vigfússon formaður NASF, verndarsjóði villtra laxastofna,  átti heiðurinn að því að þessi fundur varð að veruleika en meðal annarra voru staddir þarna fulltrúar Auðlindar, Æðarræktarfélags Íslands, Félags smábátaeiganda og Fjöreggs(félag um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit).

Á myndinni með Guðna eru þau Jóhann Óli Hilmarsson formaður Fuglaverndar og Hólmfríður Arnardóttir framkvæmdastjóri. Ljósmyndari: GOLLI