Vistheimt 2021-2030 / Ecosystem Restoration in Iceland

Áratugur Sameinuðu þjóðanna; Endurheimt vistkerfa 2021-2030 Ecosystem Restoration in Iceland

Víða hafa vistkerfi eyðst eða laskast og þannig dregið úr getu þeirra til að veita manninum og náttúrunni mikilvæga þjónustu. Með því að grípa til aðgerða við að endurheimta þessi vistkerfi má auka virkni þeirra á ný. Með endurheimt vistkerfis eða vistheimt í landgræðslu er leitast við að bæta skemmd vistkerfa svo þau verði m.a. betur í stakk búin til að geyma mikilvægar auðlindir á borð við vatn og næringarefni.

Á Íslandi er meðal annars unnið að endurheimt birkiskóga. Með því að koma upp birkiskógi á ný á landi sem hefur eyðst vegna ofnotkunar eykst framleiðni landsins, fuglar nýta skóginn sem búsvæði og sömuleiðis ýmis smádýr. Slíkur skógur geymir einnig betur vatn sem annars rynni viðstöðulítið burt af ógrónu landi og þá getur skógurinn bundið ösku sem fellur við eldgos. Aska á ógrónu landi fýkur hins vegar um og veldur margsháttar tjóni, m.a. á öðrum gróðri og öndunarfærum. Hekluskógar er dæmi um verkefni sem felur í sér endurheimt birkiskóga á svæði þar sem skógur hefur eyðst. Landgræðsla ríkisins og Skógræktin hafa í sameiningu umsjón með því verkefni.

Hér er hægt að sjá myndband frá upphafi áratugar endurheimtar vistkerfa 2021-2030 sem var fagnað í Norræna húsinu þann 3. júní 2021. English subtitles in the video in the link

Endurheimt votlendis

Þá er endurheimt votlendis mikilvæg. Með því að ræsa fram votlendi með skurðum byrja lífræn efni í jarðveginum að brotna niður og við það losnar koldíoxíð sem er gróðurhúsalofttegund út í andrúmsloftið. Með því að bleyta aftur upp í framræstu votlendi dregur úr þessari losun. Að auki eru votlendi oft auðug af lífi og getur endurheimt votlendis aukið líffræðilega fjölbreytni. Margar varpfuglategundir á Íslandi sækja hingað vegna votlendis og víðernis. Friðland í Flóa er liður í endurheimt votlendis.

Landgræðsla ríkisins hefur umsjón með endurheimt votlendis í samræmi við sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum.

Stari. Ljósmynd: ©Alex Máni

Gríðaleg fækkun fugla í Evrópu – 600 miljónir glataðra fugla

Stari Ljsm. Alex Máni

Fækkun fugla í Evrópu – skýrsla frá RSPB

RSPB, The Royal Society of Protecting the Birds sendir frá sér fréttatilkynningu samhliða skýrslu um fækkun fugla í Evrópu.

Ný rannsókn á varpfuglum í Evrópusambands-löndum sýnir að einn af hverjum sex fuglum hefur glatast á 40 ára tímabili. Alls höfum við því tapað um 600 milljónum varpfugla síðan 1980.  Hnignun vistkerfa á varpstöðvum fugla, loftmengun og fleiri þáttum er um að kenna.

Fréttatilkynninguna frá RSPB má skoða hér:  European bird population declines

Numenius hudsonicus, flóaspóar safnast saman, ljúfsár grein

Spói, Numenius phaeopus . Ljsm Sindri Skúlason

20.000 flóaspóar nátta sig  á smáeynni Deveaux í Suður Karólínu, Bandaríkjunum, á farflugstímum. Eyjan er tikomin af framburði árinnar North Edisto.  Hún hvarf gjörsamlega í fellibyli árið 1979 en hefur risið úr sæ að nýju. Þetta er góð lesning inn í helgina greinin er á síðu The Cornell Lab.  A Miracle of Abundance as 20,000 Whimbrel Take Refuge on a Tiny Island

Válisti fugla í Evrópu- European Red list of Birds 2021

Hrossagaukur. Ljósmynd: © Sindri Skúlason

Nýlega gáfu Alþjóða fuglaverndarsamtökin, BirdLife International, út válista yfir fuglategundir í Evrópu. Þetta er fjórða skiptið sem Alþjóða fuglaverndarsamtökin taka saman þetta yfirlit en fjöldi sjálfboðaliða koma að því að safna gögnunum sem liggja að baki. Þar sem fuglar eru mjög viðkvæmir fyrir öllum breytingum í umhverfinu þá eru þeir góður mælikvarði á það hvernig jörðinni okkar vegnar. En því miður eru skilaboðin skýr. Ein af hverjum fimm fuglategundum í Evrópu eru hætt komin, eða í yfirvofandi hættu (NT), og það hefur orðið fækkun í stofni einnar af hverri þremur fuglategundar í Evrópu á síðustu áratugum. Þar eru sjófuglar, vaðfuglar og ránfuglar mest áberandi en einnig eru á listanum vinsælar veiðbráðir í Evrópu.

Ástæður eru margvíslegar en aðallega eru breytingar á búsvæðum þessara fugla að hafa áhrif. Það er því hægt að bregðast við með því að endurheimt, sporna við mengun og ósjálfbærri landnýtingu.

Við þökkum öllum þeim sem komu að því að safna gögnum fyrir okkar íslensku fuglafánu.

Æðarfugl
Æðarfugl. Ljósmynd: Sindri Skulason

Samstarf Fuglaverndar, Landgræðslu, LBHÍ, Votlendissjóðs, RSPB og Cairngorm Connect

Í lok septembermánaðar síðastliðins heimsótti framkvæmdastjóri Fuglaverndar Hólmfríður Arnardóttir þjóðgarðinn Cairngorms í Skotlandi ásamt Einari Bárðarsyni framkvæmdastjóra Votlendissjóðsins og Sveini Runólfssyni stjórnarmanni.  Frá Landgræðslunni fór Sigurjón Einarsson og fyrir hönd Lanbúnaðarháskólans fór Hlynur Óskarsson. Heimsóknin var styrkt af ELP sjóðnum (The Endangered Landscapes Programme) og er liður í undirbúnings verkefni sem íslensku aðilarnir og RSPB (The Royal Society for the Protection of Birds) eru í samstarfi um. RSPB eru ein stærstu umhverfisverndarsamtök í heiminum og hafa verið samstarfsaðilar okkar í fjölda ára og Votlendissjóðsins frá stofnun hans.  Frá RSPB komu Zbig Karopwicz og Mark Day. Hópurinn naut leiðsagnar sérfræðinga á sviði votlendis og enduheimtar þeirra. Farið var í votlendisgöngur og fræðst um sögu svæðanna, lífríki og starf. Meðal annars var fylgst með gröfumanni sem sérhæfir sig í að fylla í skurði og vinna í votlendi án þess að skilja eftir sig mikil spor.

Hópurinn heimsótti og fræddist um  Inch Marshes, náttúruverndarsvæði  í eigu RSPB og á lista Ramsar samningsins yfir mikilvæg alþjóðleg votlendissvæði. Mýrin sú arna er kjörin á varptíma fyrir tegundir sem við þekkjum hér á landi; spóa, stelk, álft, hrossagauk sem og vepju. Enda var ein ástæða heimsóknarinnar að skoða endurheimt og viðhald svæða sem eru kjörlendi tegunda sem einnig verpa á Íslandi og eiga undir högg að sækja á svæðum þar sem landbúnaður, skógrækt og framræsla mýra eru í sókn.  Því þessar aðgerðir minnka varpsvæði þessara tegunda.

Í heimsókninni í Cairngorms hitti hópurinn marga mæta sérfræðinga: Jeremy Roberts, Chiara Alagia og Sidney Henderson frá Cairngorm Connect, Mark Hancock RSPB, Thijs Claes RSPB, Fergus Cumberland RSPB.

Dýradagurinn 22. maí

Dýradagurinn 22. maí 2019

Þann 22. maí 2019, á alþjóðlegum degi lífbreytileika, verður litrík skrúðganga barna og ungmenna sem hefur það að markmiði að vekja athygli á umhverfismálum og sérstaklega málefnum hafsins. Gangan hefst kl. 14:30 og gengið verður frá Laugarnesskóla yfir í Grasagarðinn.  

Skrúðganga og dagskrá

14:00-14:30 Nemendur klæða sig í búninga og safnast saman á skólalóð Laugarnesskóla

14:30-15:00 Gengið í skrúðgöngu inn í Grasagarðinn (götum verður lokað tímabundið)

15:00-15:30 Dagskrá í Grasagarðinum, stutt ávörp, hugvekja frá nemendum og skemmtun.

Dýradagurinn verður haldinn í fyrsta skipti á Íslandi 22. maí 2019 en þessi dagur er alþjóðlegur dagur líffræðilegrar fjölbreytni. Dýradagurinn er valdeflandi viðburður sem gefur nemendum tækifæri til að læra um og vekja athygli á m.a. loftslagsbreytingum, plastmengun og fjölbreytni lífríkisins. Gengið verður í litríkri skrúðgöngu frá Laugarnesskóla yfir í Grasagarðinn þar sem skipulögð dagskrá verður. Viðburðurinn er opinn öllum og er liður í 50 ára afmælisdagskrá Landverndar.

Þema göngunnar er málefni hafsins og er viðburðurinn settur upp sem blanda af umhverfisfræðslu og skapandi vinnu með börnum og ungmennum sem m.a. felst í búninga- og grímugerð úr efnivið sem annars væri fleygt.

Úr hugmyndasmiðju Dr. Jane Goodall

Dýradagurinn er byggður á hugmynd frá Roots & Shoots samtökum Jane Goodall í Taiwan og Argentínu sem kallast „Animal Parade“. Jane Goodall sjálf sýnir þessum viðburðum alltaf mikla athygli og stefnir á að vera viðstödd á Dýradeginum á Íslandi vorið 2020.

Samstarfsaðilar í verkefninu eru Landvernd, Reykjavíkurborg, Grasagarður Reykjavíkur, Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn, Fuglavernd, Norræna húsið, Barnamenningarhátíð, Myndlistaskóli Reykjavíkur og Ragnheiður Maísól Sturludóttir, listakona.

Viðburðurinn: Dýradagurinn

Viðburðurinn á Facebook: Dýradagurinn

Akurey friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson Umhverfis- og auðlindaráðherra og Dagur B. Eggertsson Borgarstjóri Reykjavíkur undirrituðu formlega friðlýsingu Akureyjar á Kollafirði við Eiðsgranda í dag, 3. maí 2019.

Þetta er fyrsta friðlýsing sem Guðmundur Ingi undirritar en nú stendur yfir átak friðlýsinga hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti í samvinnu við Umhverfisstofnun.

Búsvæðavernd

Akurey er að finna á nýjum vef, www.fuglavernd.is/sjofuglabyggðir en þar hefur Fuglavernd tekið saman upplýsingar um 37 sjófuglabyggðir við Ísland sem eru öll alþjóðlega mikilvæg, oftast vegna fjölda þeirra sjófugla sem reiða sig á þau.

Akurey er lítil, um 6,6 hektarar að stærð, láglend og flöt eins og aðrar eyjar á Kollafirði, hæsti punktur er 10 m.y.s. Eyjan er mjög gróskuleg og stórþýfð og einkennist af lundavarpinu sem þar er. Fjaran er stórgrýtt. Aðal varpfuglinn er lundi, um 20.000 pör í góðum árum, jafnframt verpur eitthvað af æðarfugli, fýl, hettumáfi, sílamáfi, svartabaki, teistu og kríu.

Í Akurey er alþjóðlega mikilvæg sjófuglabyggð, því þar verpa yfir 15.000 pör af lunda, um 0.7% af íslenska stofninum. Einnig verpa þar ýmsir sjófuglar í minna mæli, eins og sílamáfuræður og teista.

Á válista fugla Náttúrufræðistofnunar Íslands eru tegundir sem verpa í Akurey flokkaðar; tegund í bráðri hættu (CR): lundi, tegundir í hættu (EN): fýllsvartbakurteista og tegundir í nokkurri hættu (VU): kríaæðarfugl.

Næstu skref

Fuglavernd fagnar þessar friðlýsingu Akureyjar, en fyrst skoraði Fuglavernd á Reykjavíkurborg að friðlýsa Akurey og Lundey með bréfi þann 10. febrúar 2014, eins og sjá má undir /umsagnir.

Vernd mikilvægs búsvæðis tegundar í bráðri útrýmingarhættu er mjög mikilvægt skref, en á borði Umhverfis- og auðlindaráðherra liggur áskorun frá 12. nóvember 2018 um aðgerðir til varnar svartfuglum.

Hvers vegna er lundinn að hverfa?

Stytt úr grein NY Times: Why Are Puffins Vanishing? The Hunt for Clues Goes Deep (Into Their Burrows)

Ofveiði fisktegunda, veiðar og mengun eru meðal þátta sem valda álagi á fuglana en loftslagsbreytingar gætu reynst stærsta áskorunin.

“Lundinn er algengasti fugl Íslands” segir dr. Erpur Snær Hansen, stjórnarmaður í Fuglavernd og starfandi forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands. “Og hann er líka mest veiddur”.

Ásamt dr. Fayet, frönskum vísindamanni við Háskólann í Oxford, vinnur Erpur Snær Hansen að rannsókn hennar við vöktun á fjórum lundabyggðum, tveimur á Íslandi, einni í Wales og einni í Noregi. Frá árinu 2010 hefur dr. Erpur Snær einnig framkvæmt talningar tvisvar á ári, “lundarallið” þar sem hann ferðast tæpa 5.000 km hringinn í kringum landið og heimsækir um 700 merktar lundaholur í 12 lundabyggðum. Talin eru egg og ungar.

Hitastig sjávar umhverfis Ísland stjórnast af langtímasveiflum þar sem hlýskeið og kuldaskeið skiptast á. Frá 1965-1995 ríkti kuldaskeið og núverandi er hlýskeið. Dr. Erpur Snær segir að mælingar á hitastigi að vetri sýni hlýnun um 1°C, sem virðist vera lítið en hefur mikil áhrif á sandsíli. Kenning hans er þessi: “Ef hitastig hækkar um eina gráðu, breytir það vaxtarhraða og getu þeirra til að lifa af veturinn”.

Lundarallið hefur sýnt að 40% lundaunga léttast með tíma, sem er önnur slæm vísbending.

Þegar fullorðnu fuglarnir geta ekki veitt nóg til að fæða sjálfa sig og ungana, þá taka þeir ákvörðun með eðlisávísun sinni; ungarnir svelta.

Dr. Fayet kallaði leit sína “hjartabrjótandi”: “Þú stingur hendinni inn í lundaholuna og þreifar fyrir þér, finnur lítinn bolta á gólfinu, en áttar þig þá á því að hann er kaldur og hreyfir sig ekki”.

Dr. Hansen with a puffin chick pulled out of its burrow. ©Josh Haner – NY Times
Dead puffins taken by hunters that Dr. Hansen encountered on Lundey Island. ©Josh Haner – NY Times
Taking a break while hauling equipment on Iceland’s southeastern coast. ©Josh Haner – NY Times

Greinin í heild í NY Times: Why Are Puffins Vanishing? The Hunt for Clues Goes Deep (Into Their Burrows)

Forseti Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson og Ásbjörn Björgvinsson framkvæmdastjóri Votlendissjóðsins

Votlendissjóðurinn tekur til starfa

Skrifað hefur verið undir stofnun Votlendissjóðsins. Tilgangur hans er að stuðla að endurheimt votlendis og draga með því úr losun gróðurhúsalofttegunda. Verndari sjóðsins er Forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson. Kynningarfundur var haldinn á Bessastöðum þann 30. apríl 2018.

Votlendissjóðurinn er stofnaður um samfélagslegt verkefni sem hefur það að markmiði að fá fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga til að fjármagna endurheimt hluta þess votlendis sem þegar hefur verið raskað hérlendis. Víðtækt samstarf liggur að baki þessu verkefni svo sem Landgræðsla Ríkisins, Landbúnaðarháskólinn, Háskóli Íslands, Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Suðurlandi, Vegagerðin, Fuglavernd, Landvernd, Klappir, Náttúrustofa Austurlands, Náttúrufræðistofnun Íslands, sveitarfélög, bændur og landeigendur.

Verkefnið verður unnið með hverju sveitarfélagi fyrir sig þar sem íbúar fá kynningu á verkefninu og landeigendur fá boð um að taka þátt. Sveitarfélagið Fjarðabyggð ríður á vaðið og verður þar tilraunaverkefni sem verður þróað áfram. Reynt verður að fá ríkið til að endurheimta votlendi á þeim ríkisjörðum sem ekki eru í notkun.

Ásbjörn Björgvinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Votlendissjóðsins.

Myndir

 

Meira um votlendi

Verkefnin>Votlendi

Votlendi.is

Facebook: Votlendi

 

 

 

 

Ástand fuglastofna heimsins - púlsinn tekinn á plánetunni. Forsíða.

Ástand fuglastofna heimsins

Fuglavernd eru aðilar að BirdLife International sem eru ein elstu náttúruverndarsamtök heims en sögu þeirra má rekja aftur til 1922.

Í samantekt BirdLife um ástand fuglastofna heimsins kemur m.a. fram að einn af hverjum átta fuglastofnum er talinn vera í útrýmingarhættu.  Þrátt fyrir að fréttirnar séu slæmar þá er hægt að grípa til ýmissa ráða, um það má líka lesa í skýrslunni.

Stofnþróun fuglastofna á válista IUCN og stofnþróun fuglastofna í Evrópu.
Stofnþróun fuglastofna á válista IUCN og stofnþróun fuglastofna í Evrópu.
Yfirlitsmynd um útrýmingarhættu fuglastofna og flokkun í áhættuflokka.
Yfirlitsmynd um útrýmingarhættu fuglastofna og flokkun í áhættuflokka.
Árangur sem náðst hefur í að minnka fugla sem meðafla við fiskveiðar.
Árangur sem náðst hefur í að minnka fugla sem meðafla við fiskveiðar.

Skýrslan í heild sinni

BirdLife: State of the World’s Birds – taking the pulse of the planet.