Fuglavernd á Arctic Circle laugardag 15. október

Fuglavernd mun taka þátt í Hringborði norðurslóða / Arctic Circle  þetta ár í samvinnu við RSPB, The Royal Society for the Protection of Birds.

Dagskrá Fuglaverndar og RSPB á Arctic Circle 15. október 2022 :
11:05 – 12:00

Glíma við loftlagsbreytingar og tap á líffræðilegum fjölbreytileika á norðlægum slóðum og víðar.

TACKLING BIODIVERSITY LOSS AND CLIMATE CHANGE TOGETHER IN THE
ARCTIC AND BEYOND –

Staðsetning: Salurinn Akrafjall, Harpa

● Pawel Wasowicz, Botanist, Icelandic Institute of Natural History;
Chair, Group of Experts on Invasive Alien Species of the Bern
Convention: How to Save the Planet and not Ruin the
Environment?
● Kenna Chisholm, Area Manager, RSPB Scotland; Flow Country
Partnership, United Kingdom: The Flow Country: Lessons
Learned in Scaling up Habitat Restoration – for People, Climate
and Nature
● Jeremy Roberts, Programme Manager, Cairngorms Connect,
Endangered Landscapes Programme, RSPB Scotland:
Cairngorms Connect – the UK’s Biggest Habitat Restoration
Project – for Biodiversity, Climate and People
● Jonathan Spencer, Independent Adviser, Ecologist and
Re-wilding Consultant, NA, United Kingdom: Ecosystem
Restoration Options that Could Shape the Future Landscape of
the Arctic – with Multiple Benefits
Chair: Tómas Grétar Gunnarsson, Director, the South Iceland
Research Centre, University of Iceland: Tackling Biodiversity
Loss and Climate Change Together in the Arctic and Beyond

Ástand fugla heimsins

Nýtkomin skýrsla samtakanna BirdLife International lýsir ástandi fugla um heim allan. Fuglavernd hefur verið aðili að samtökunum frá byrjun þessarar aldar og fullgildur aðili frá 2016.

Þeir sem hafa áhuga á að lesa skýrsluna geta lesið úrdrátt á heimasíðu Birdlife International eða hlaðið niður allri skýrslunni þar. 

Á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar má lesa válistaskrá fugla á Íslandi. 

Samtökin BirdLife International eru 100 ára gömul á þessu ári. Um hádegisbil árið 1922 kom hópur fólks saman í Glasgow, Skotlandi. Það sem sameinaði þau var ástríða þeirra fyrir fuglum. Þau hittust heima hjá sir Robert Horne sem var þingmaður fyrir Glasgow á þeim tíma. Hópurinn ákvað að sameinaðra alþjóðlegra aðgerða væri þörf til að vernda fugla gegn ógnum sem að þeim stæðu og þar með var Alþjóðlegt ráð fyrir verndun Fugla, The International Council for Bird Preservation (ICBP)) stofnað. Það heitir nú Birdlife International.

Hér má lesa nánar um sögu  BirdLife International

Alþjóða dýralífsdagurinn 3. mars

Mörg félög nota dýr og fugla í merkjum sínum. Fuglavernd er með mynd af spóa. Ef enginn væri spóinn væri merki félagsins tómlegt.

Alþjóða dýralífsdagur Sameinuðu þjóðanna  er til að minna okkur á að veröld okkar væri fátæk ef ekki væri fyrir allar dýrategundir,  þar með taldir fuglar, sem umkringja okkar líf frá smáum glóbrystingi á grenigreini upp í súlur sem steypa sér í hafið eftir æti.

Fuglar veraldar eru margir hætt komnir þar sem þeir eru að missa búsvæði sín og þurfa þá  að færa sig um set og ef ekkert sambærilegt búsvæði finnst  þá þurfa þeir að horfast í augu við útrýmingu.

Við á íslandi berum ábyrgð á mörgum fuglategundum hvað varðar búsvæði: Heiðlóur, spóar, álkur, lundar, súlur, heiðargæsir, stormsvölur  og fleiri. IBA  (Important Bird and Biodiversity Areas) svæði eru 121 á Íslandi og eru frekari upplýsingar um þau að finna á heimasíðu NÍ.

 

 

Örn með unga. Ljósmynd: Sindri Skúlason.
Örn með unga. Ljósmynd: Sindri Skúlason.

Dæmi um fuglategundir  sem er mjög hætt komnar er örnin okkar á Íslandi og skeiðtíta sem er sjaldgæfasti vaðfugl jarðar sem verpir norður við Barentssund.

Skeiðtítan er smávaxinn fugl og er karlinn 14-16 cm á lengd og 29-34 g þungur, á stærð við steindepil.

Hér er hægt að skoða nokkur myndbönd um skeiðtítuna, 

 

Alþjóðlegi votlendisdagurinn 2. febrúar

Alþjóðlegi votlendisdagurinn er 2. febrúar á hvert en dagurinn markar þau tímamót að þann dag árið 1971 var Ramsarsamningur, samningur um votlendi, undirritaður en hann er alþjóðlegur samningur sem dregur nafn sitt af borginni Ramsar í Íran þar sem undirritunin fór fram.

Í dag eru um 170 ríki aðilar að samningnum þ.a.m. Ísland og tæplega 2.300 svæði vernduð af honum en samtals er flatarmálið er rúmlega stærð Mexíkó. Á Íslandi eru Ramsarsvæði sex talsins. Þau eru Grunnafjörður, Andakíl, Mývatn-Laxá, Guðlaugstungur, Þjórsárver og Snæfell-Eyjabakka svæðið.

í bókinni “Íslensk Votlendi” má lesa eftirfarandi um skilgreiningu á votlendi:  “Votlendi nefnum við þá hluta af yfirborði jarðar sem eru á mörkum þurrlendis og vatna eða sjávar.”

“Skilgreining um þetta hugtak er að finna í 1. grein Samþykktar um votlendi, sem hafa alþjóðlegt gildi , einkum fyrir fuglalíf og samþykkt var sem þingsályktun á Alþingi 4. maí 1977: “Í samþykkt þessari teljast til votlenda hvers konar mýrar, flóar, fen og vötn, bæði náttúrleg og tibúin, varanleg og óvaranleg með kyrru vatni eða rennandi, fersku, hálfsöltu eða söltu og þar á  meðal sjór allt að sex metra dýpi.”

Hér má lesa meira um votlendi á heimasíðu Votlendissjóðs

Margar ólíkar fuglategundir byggja afkomu sína á votlendi og þar má telja Jaðran sem spígsporar hér fyrir ofan, branduglu, lóuþræl, lóm og fleiri mætti telja upp.

Magnús Bergsson hefur tekið upp hljóð viða um Ísland.  Hér  er hljóðmynd með upptöku úr Friðlandi í Flóa, sem er sannkallað votlendi,  frá árinu 2012. 

Vistheimt 2021-2030 / Ecosystem Restoration in Iceland

Áratugur Sameinuðu þjóðanna; Endurheimt vistkerfa 2021-2030 Ecosystem Restoration in Iceland

Víða hafa vistkerfi eyðst eða laskast og þannig dregið úr getu þeirra til að veita manninum og náttúrunni mikilvæga þjónustu. Með því að grípa til aðgerða við að endurheimta þessi vistkerfi má auka virkni þeirra á ný. Með endurheimt vistkerfis eða vistheimt í landgræðslu er leitast við að bæta skemmd vistkerfa svo þau verði m.a. betur í stakk búin til að geyma mikilvægar auðlindir á borð við vatn og næringarefni.

Á Íslandi er meðal annars unnið að endurheimt birkiskóga. Með því að koma upp birkiskógi á ný á landi sem hefur eyðst vegna ofnotkunar eykst framleiðni landsins, fuglar nýta skóginn sem búsvæði og sömuleiðis ýmis smádýr. Slíkur skógur geymir einnig betur vatn sem annars rynni viðstöðulítið burt af ógrónu landi og þá getur skógurinn bundið ösku sem fellur við eldgos. Aska á ógrónu landi fýkur hins vegar um og veldur margsháttar tjóni, m.a. á öðrum gróðri og öndunarfærum. Hekluskógar er dæmi um verkefni sem felur í sér endurheimt birkiskóga á svæði þar sem skógur hefur eyðst. Landgræðsla ríkisins og Skógræktin hafa í sameiningu umsjón með því verkefni.

Hér er hægt að sjá myndband frá upphafi áratugar endurheimtar vistkerfa 2021-2030 sem var fagnað í Norræna húsinu þann 3. júní 2021. English subtitles in the video in the link

Endurheimt votlendis

Þá er endurheimt votlendis mikilvæg. Með því að ræsa fram votlendi með skurðum byrja lífræn efni í jarðveginum að brotna niður og við það losnar koldíoxíð sem er gróðurhúsalofttegund út í andrúmsloftið. Með því að bleyta aftur upp í framræstu votlendi dregur úr þessari losun. Að auki eru votlendi oft auðug af lífi og getur endurheimt votlendis aukið líffræðilega fjölbreytni. Margar varpfuglategundir á Íslandi sækja hingað vegna votlendis og víðernis. Friðland í Flóa er liður í endurheimt votlendis.

Landgræðsla ríkisins hefur umsjón með endurheimt votlendis í samræmi við sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum.

Stari. Ljósmynd: ©Alex Máni

Gríðaleg fækkun fugla í Evrópu – 600 miljónir glataðra fugla

Stari Ljsm. Alex Máni

Fækkun fugla í Evrópu – skýrsla frá RSPB

RSPB, The Royal Society of Protecting the Birds sendir frá sér fréttatilkynningu samhliða skýrslu um fækkun fugla í Evrópu.

Ný rannsókn á varpfuglum í Evrópusambands-löndum sýnir að einn af hverjum sex fuglum hefur glatast á 40 ára tímabili. Alls höfum við því tapað um 600 milljónum varpfugla síðan 1980.  Hnignun vistkerfa á varpstöðvum fugla, loftmengun og fleiri þáttum er um að kenna.

Fréttatilkynninguna frá RSPB má skoða hér:  European bird population declines

Numenius hudsonicus, flóaspóar safnast saman, ljúfsár grein

Spói, Numenius phaeopus . Ljsm Sindri Skúlason

20.000 flóaspóar nátta sig  á smáeynni Deveaux í Suður Karólínu, Bandaríkjunum, á farflugstímum. Eyjan er tikomin af framburði árinnar North Edisto.  Hún hvarf gjörsamlega í fellibyli árið 1979 en hefur risið úr sæ að nýju. Þetta er góð lesning inn í helgina greinin er á síðu The Cornell Lab.  A Miracle of Abundance as 20,000 Whimbrel Take Refuge on a Tiny Island

Válisti fugla í Evrópu- European Red list of Birds 2021

Hrossagaukur. Ljósmynd: © Sindri Skúlason

Nýlega gáfu Alþjóða fuglaverndarsamtökin, BirdLife International, út válista yfir fuglategundir í Evrópu. Þetta er fjórða skiptið sem Alþjóða fuglaverndarsamtökin taka saman þetta yfirlit en fjöldi sjálfboðaliða koma að því að safna gögnunum sem liggja að baki. Þar sem fuglar eru mjög viðkvæmir fyrir öllum breytingum í umhverfinu þá eru þeir góður mælikvarði á það hvernig jörðinni okkar vegnar. En því miður eru skilaboðin skýr. Ein af hverjum fimm fuglategundum í Evrópu eru hætt komin, eða í yfirvofandi hættu (NT), og það hefur orðið fækkun í stofni einnar af hverri þremur fuglategundar í Evrópu á síðustu áratugum. Þar eru sjófuglar, vaðfuglar og ránfuglar mest áberandi en einnig eru á listanum vinsælar veiðbráðir í Evrópu.

Ástæður eru margvíslegar en aðallega eru breytingar á búsvæðum þessara fugla að hafa áhrif. Það er því hægt að bregðast við með því að endurheimt, sporna við mengun og ósjálfbærri landnýtingu.

Við þökkum öllum þeim sem komu að því að safna gögnum fyrir okkar íslensku fuglafánu.

Æðarfugl
Æðarfugl. Ljósmynd: Sindri Skulason

Samstarf Fuglaverndar, Landgræðslu, LBHÍ, Votlendissjóðs, RSPB og Cairngorm Connect

Í lok septembermánaðar síðastliðins heimsótti framkvæmdastjóri Fuglaverndar Hólmfríður Arnardóttir þjóðgarðinn Cairngorms í Skotlandi ásamt Einari Bárðarsyni framkvæmdastjóra Votlendissjóðsins og Sveini Runólfssyni stjórnarmanni.  Frá Landgræðslunni fór Sigurjón Einarsson og fyrir hönd Lanbúnaðarháskólans fór Hlynur Óskarsson. Heimsóknin var styrkt af ELP sjóðnum (The Endangered Landscapes Programme) og er liður í undirbúnings verkefni sem íslensku aðilarnir og RSPB (The Royal Society for the Protection of Birds) eru í samstarfi um. RSPB eru ein stærstu umhverfisverndarsamtök í heiminum og hafa verið samstarfsaðilar okkar í fjölda ára og Votlendissjóðsins frá stofnun hans.  Frá RSPB komu Zbig Karopwicz og Mark Day. Hópurinn naut leiðsagnar sérfræðinga á sviði votlendis og enduheimtar þeirra. Farið var í votlendisgöngur og fræðst um sögu svæðanna, lífríki og starf. Meðal annars var fylgst með gröfumanni sem sérhæfir sig í að fylla í skurði og vinna í votlendi án þess að skilja eftir sig mikil spor.

Hópurinn heimsótti og fræddist um  Inch Marshes, náttúruverndarsvæði  í eigu RSPB og á lista Ramsar samningsins yfir mikilvæg alþjóðleg votlendissvæði. Mýrin sú arna er kjörin á varptíma fyrir tegundir sem við þekkjum hér á landi; spóa, stelk, álft, hrossagauk sem og vepju. Enda var ein ástæða heimsóknarinnar að skoða endurheimt og viðhald svæða sem eru kjörlendi tegunda sem einnig verpa á Íslandi og eiga undir högg að sækja á svæðum þar sem landbúnaður, skógrækt og framræsla mýra eru í sókn.  Því þessar aðgerðir minnka varpsvæði þessara tegunda.

Í heimsókninni í Cairngorms hitti hópurinn marga mæta sérfræðinga: Jeremy Roberts, Chiara Alagia og Sidney Henderson frá Cairngorm Connect, Mark Hancock RSPB, Thijs Claes RSPB, Fergus Cumberland RSPB.

Dýradagurinn 22. maí

Dýradagurinn 22. maí 2019

Þann 22. maí 2019, á alþjóðlegum degi lífbreytileika, verður litrík skrúðganga barna og ungmenna sem hefur það að markmiði að vekja athygli á umhverfismálum og sérstaklega málefnum hafsins. Gangan hefst kl. 14:30 og gengið verður frá Laugarnesskóla yfir í Grasagarðinn.  

Skrúðganga og dagskrá

14:00-14:30 Nemendur klæða sig í búninga og safnast saman á skólalóð Laugarnesskóla

14:30-15:00 Gengið í skrúðgöngu inn í Grasagarðinn (götum verður lokað tímabundið)

15:00-15:30 Dagskrá í Grasagarðinum, stutt ávörp, hugvekja frá nemendum og skemmtun.

Dýradagurinn verður haldinn í fyrsta skipti á Íslandi 22. maí 2019 en þessi dagur er alþjóðlegur dagur líffræðilegrar fjölbreytni. Dýradagurinn er valdeflandi viðburður sem gefur nemendum tækifæri til að læra um og vekja athygli á m.a. loftslagsbreytingum, plastmengun og fjölbreytni lífríkisins. Gengið verður í litríkri skrúðgöngu frá Laugarnesskóla yfir í Grasagarðinn þar sem skipulögð dagskrá verður. Viðburðurinn er opinn öllum og er liður í 50 ára afmælisdagskrá Landverndar.

Þema göngunnar er málefni hafsins og er viðburðurinn settur upp sem blanda af umhverfisfræðslu og skapandi vinnu með börnum og ungmennum sem m.a. felst í búninga- og grímugerð úr efnivið sem annars væri fleygt.

Úr hugmyndasmiðju Dr. Jane Goodall

Dýradagurinn er byggður á hugmynd frá Roots & Shoots samtökum Jane Goodall í Taiwan og Argentínu sem kallast „Animal Parade“. Jane Goodall sjálf sýnir þessum viðburðum alltaf mikla athygli og stefnir á að vera viðstödd á Dýradeginum á Íslandi vorið 2020.

Samstarfsaðilar í verkefninu eru Landvernd, Reykjavíkurborg, Grasagarður Reykjavíkur, Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn, Fuglavernd, Norræna húsið, Barnamenningarhátíð, Myndlistaskóli Reykjavíkur og Ragnheiður Maísól Sturludóttir, listakona.

Viðburðurinn: Dýradagurinn

Viðburðurinn á Facebook: Dýradagurinn