Kennsluefni um fugla

Félagið gaf á vordögum út handbók fyrir leikskólakennara sem nefnist Fljúgum hærra og er lokaverkefni tveggja nema í leikskólakennarafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Ritið sem var sent öllum leikskólum landsins án endurgjalds. Það verður endurprentað í haust vegna mikillar eftirspurnar og góðra viðtaka og hægt að panta með því að hafa samband við skrifstofu. Sjá nánari útlistun hér.

Krossnefir sjást á Suðurlandi

Stórir hópar af krossnefjum eru nú mættir á Hjaltlandseyjar og það lýtur út fyrir að einhverjir hafi borist hingað líka. Hópur sást á Selfossi í gær og líklegt að fleiri berist með lægðum. Krossnefur er stór og frekar sérkennileg finka með gogg sem er sérhæfður til að ná fræjum úr könglum. Goggurinn er stór og ganga skoltarnir á víxl og af því ber hann nafn sitt. Örn Óskarsson tók þessa mynd en á henni sjáum við karl hægra megin, oftast rauður með dekkri vængi, og kerlu vinstra megin gulgræn.