Grágæs (Anser anser). Ljósmynd: © Daníel Bergmann.

Horfið til grágæsa 27. og 28. nóvember!

Grágæs (Anser anser). Ljósmynd: © Daníel Bergmann

Ágætu gæsaáhugamenn!

Grágæsir verða taldar hér á landi og á vetrarstöðvum á Bretlandseyjum 27.–28. nóvember 2021.

Náttúrufræðistofnun Íslands óskar eftir upplýsingum um allar gæsir sem vart verður við næstu daga og eins hvenær menn sáu síðast fugla á gæsaslóðum. Gagnlegt væri að fá eins nákvæmar staðsetningar og unnt er og eins mat á fjölda fugla. Upplýsingarnar verða sendar samstarfsaðilum á Bretlandseyjum sem taka saman árlegar skýrslur um talningarnar: sjá: https://monitoring.wwt.org.uk/our-work/goose-swan-monitoring-programme/reports-newsletter/

Í nóvember 2020 fundust hér á landi um 13000 grágæsir, sjá https://monitoring.wwt.org.uk/wp-content/uploads/2021/09/2020-IGC-report-final-1.pdf

Vinsamlega sendið upplýsingar til Svenju N.V. Auhage hjá Náttúrufræðistofnun Íslands (svenja@ni.is), einnig tekur Arnór Þ. Sigfússon hjá Verkís (ats@verkis.is) á móti slíkum upplýsingum .

Stari. Ljósmynd: ©Alex Máni

Gríðaleg fækkun fugla í Evrópu – 600 miljónir glataðra fugla

Stari Ljsm. Alex Máni

Fækkun fugla í Evrópu – skýrsla frá RSPB

RSPB, The Royal Society of Protecting the Birds sendir frá sér fréttatilkynningu samhliða skýrslu um fækkun fugla í Evrópu.

Ný rannsókn á varpfuglum í Evrópusambands-löndum sýnir að einn af hverjum sex fuglum hefur glatast á 40 ára tímabili. Alls höfum við því tapað um 600 milljónum varpfugla síðan 1980.  Hnignun vistkerfa á varpstöðvum fugla, loftmengun og fleiri þáttum er um að kenna.

Fréttatilkynninguna frá RSPB má skoða hér:  European bird population declines

Numenius hudsonicus, flóaspóar safnast saman, ljúfsár grein

Spói, Numenius phaeopus . Ljsm Sindri Skúlason

20.000 flóaspóar nátta sig  á smáeynni Deveaux í Suður Karólínu, Bandaríkjunum, á farflugstímum. Eyjan er tikomin af framburði árinnar North Edisto.  Hún hvarf gjörsamlega í fellibyli árið 1979 en hefur risið úr sæ að nýju. Þetta er góð lesning inn í helgina greinin er á síðu The Cornell Lab.  A Miracle of Abundance as 20,000 Whimbrel Take Refuge on a Tiny Island

Rétt tré á réttum stað

Sveinn Runólfsson og Andrés Arnaldsson birtu nýverið grein í Bændablaðinu þar sem þeir útskýra að það skiptir gríðalega miklu máli að stunduð sér ábyrg skógrækt með langtímaáhrif skógræktar í huga. Einig ber að meta hvernig er staðið við alþjóðlega samninga hér á landi í þeim málum.  Það er vandasamt verk að koma upp skógi á landi þar sem honum var eytt fyrir ekki svo löngu. Það er ekki sama hvaða tegundir eru valdar og ekki má fara offörum þegar finnast tegundir sem eru duglegar að breiða úr sér. Þar má nefna stafafuru sem er farin að sækja verulega á. Fuglavernd hefur áhyggjur af þessu því með dreifingu sinni er hætta á að furan taki yfir kjörlendi stofna varpfugla sem að flykkjast hingað á vorin.  Margar tegundir sem hér verpa kjósa kjarrlendi, mýrlendi og votlendi þar sem ekki vex skógur. Nýsjálendingar gerður mistök í sinni skógrækt og eru víti til varnaðar. Hér er hægt að lesa  greinina í Bændablaðinu.

Tveir auðnutittlingar. @Eyþór Ingi Jónsson

Garðfuglakönnun 2021-22 fyrir alla jafnt í dreif- sem þéttbýli

 

Ljsm. @Eyþór Ingi Jónsson, Tveir auðnutittlingar.

Vegna nokkurra fyrirspurna vill Fuglavernd árétta að garðfuglakönnunin er fyrir alla sem vilja og geta talið fugla í görðum sínum. Hún er ekki bundin við garða í þéttbýli. Garðar eru misstórir og þar þrífst mismunandi fuglalíf.  Þar af leiðandi er mikilvægt að sem flestir á sem ólíkustu stöðum taki þátt.  Allir velkomnir til þátttöku jafnt í þéttbýli sem strjálbýli.

Þeir sem koma nýjir inn í talninguna þurfa að fylla út þann hluta skráningareyðublaðsins sem er með upplýsingar um þáttakandann eða þátttakendur, gerð og stærð garðs og hvort fóðrað sé.

2021-2022_Gardfuglakonnun og leiðbeiningar

Þetta gæti virðst vera torf við fyrstu sýn en þegar verkið er hafið er þetta ekkert mál. Þeim mun fleiri sem taka þátt þeim mun betri upplýsingar fást um fuglaflóruna okkar.

Nánari lýsing á Garðfuglakönnun og eyðublöð 

Ef þið lendið í vanda hafið samband við fuglavernd[hja]fuglavernd.is

Heiðagæsir á flugi ©Jóhann Óli Hilmarsson

Gæsatalning helgina 30.- 31. október.

Ágætu gæsaáhugamenn bæði í þéttbýli og strjábýli

Um áratugaskeið hafa gæsir verið talda á vetrarstöðvum á Bretlandseyjum. Um helgina, 30. – 31. október 2021 beinast talningar að heiðagæs. Því væri mjög gagnlegt að fá upplýsingar um þær heiðagæsir sem menn verða varir við hér á landi á næstu dögum, hvar þær sáust og eitthvað mat á fjölda þeirra. Þessar upplýsingar verða sendar samstarfsaðilum á Bretlandseyjum sem taka saman árlegar skýrslur um talningarnar, sjá: https://monitoring.wwt.org.uk/our-work/goose-swan-monitoring-programme/reports-newsletter/
Vinsamlega sendið þessar upplýsingar til Svenju Auhage, Náttúrufræðistofnun Íslands):  svenja@ni.is .  Einnig tekur Arnór Þ. Sigfússon hjá Verkís ats@verkis.is  á móti slíkum upplýsingum.

Garðfuglakönnunin 2021-22 hefst sunnudaginn 24. október

Hin árlega garðfuglakönnunn hefst sunnudaginn 24. október, fyrsta sunnudag eftir upphaf vetrar.

Tilgangur garðfuglakönnunarinnar er að fá upplýsingar um fuglategundir og fjölda fugla sem halda sig í görðum á Íslandi yfir vetrarmánuðina. Jafnframt er tilgangurinn að hvetja fólk til að líta á fuglalífið í sínu nánasta umhverfi. Það skiptir ekki máli þó fólk byrji aðeins seinna að telja eða hætti fyrr – aðalatriðið er að vera með. Allt fuglaáhugafólk er hvatt til að kynna sér efnið og taka þátt.

Allir geta tekið þátt, jafnt fullorðnir og börn, sem hafa áhuga á fuglum og að fylgjast með fuglum.  Þeir sem fóðra fugla í garðinum sínum eru í góðri aðstöðu og hvattir til að taka þátt.

Lesa meira um fóðrun garðfugla, fuglagarðinn og garðfuglategundir.

Garðfuglakönnun – eyðublöð

Þrenns konar útgáfur verða af eyðublöðunum, svo þú velur hvað þér hentar best hvort sem það er að skrá beint í tölvu eða prenta út og skrá í höndunum.

Garðfuglakönnun skráning  2021-2022 .pdf

Garðfuglakönnun skráning  og leiðbeiningar 2020-2021

Garðfuglakönnun vikutalningarblað.pdf

Garðfuglakönnun lýkur síðan laugardaginn 23. apríl 2022.

Niðurstöður athugunar
Að loknum athugunartíma má senda niðurstöður á fuglavernd@fuglavernd.is  eða í pósti merkt: Fuglavernd, Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík.

Válisti fugla í Evrópu- European Red list of Birds 2021

Hrossagaukur. Ljósmynd: © Sindri Skúlason

Nýlega gáfu Alþjóða fuglaverndarsamtökin, BirdLife International, út válista yfir fuglategundir í Evrópu. Þetta er fjórða skiptið sem Alþjóða fuglaverndarsamtökin taka saman þetta yfirlit en fjöldi sjálfboðaliða koma að því að safna gögnunum sem liggja að baki. Þar sem fuglar eru mjög viðkvæmir fyrir öllum breytingum í umhverfinu þá eru þeir góður mælikvarði á það hvernig jörðinni okkar vegnar. En því miður eru skilaboðin skýr. Ein af hverjum fimm fuglategundum í Evrópu eru hætt komin, eða í yfirvofandi hættu (NT), og það hefur orðið fækkun í stofni einnar af hverri þremur fuglategundar í Evrópu á síðustu áratugum. Þar eru sjófuglar, vaðfuglar og ránfuglar mest áberandi en einnig eru á listanum vinsælar veiðbráðir í Evrópu.

Ástæður eru margvíslegar en aðallega eru breytingar á búsvæðum þessara fugla að hafa áhrif. Það er því hægt að bregðast við með því að endurheimt, sporna við mengun og ósjálfbærri landnýtingu.

Við þökkum öllum þeim sem komu að því að safna gögnum fyrir okkar íslensku fuglafánu.

Æðarfugl
Æðarfugl. Ljósmynd: Sindri Skulason

Samstarf Fuglaverndar, Landgræðslu, LBHÍ, Votlendissjóðs, RSPB og Cairngorm Connect

Í lok septembermánaðar síðastliðins heimsótti framkvæmdastjóri Fuglaverndar Hólmfríður Arnardóttir þjóðgarðinn Cairngorms í Skotlandi ásamt Einari Bárðarsyni framkvæmdastjóra Votlendissjóðsins og Sveini Runólfssyni stjórnarmanni.  Frá Landgræðslunni fór Sigurjón Einarsson og fyrir hönd Lanbúnaðarháskólans fór Hlynur Óskarsson. Heimsóknin var styrkt af ELP sjóðnum (The Endangered Landscapes Programme) og er liður í undirbúnings verkefni sem íslensku aðilarnir og RSPB (The Royal Society for the Protection of Birds) eru í samstarfi um. RSPB eru ein stærstu umhverfisverndarsamtök í heiminum og hafa verið samstarfsaðilar okkar í fjölda ára og Votlendissjóðsins frá stofnun hans.  Frá RSPB komu Zbig Karopwicz og Mark Day. Hópurinn naut leiðsagnar sérfræðinga á sviði votlendis og enduheimtar þeirra. Farið var í votlendisgöngur og fræðst um sögu svæðanna, lífríki og starf. Meðal annars var fylgst með gröfumanni sem sérhæfir sig í að fylla í skurði og vinna í votlendi án þess að skilja eftir sig mikil spor.

Hópurinn heimsótti og fræddist um  Inch Marshes, náttúruverndarsvæði  í eigu RSPB og á lista Ramsar samningsins yfir mikilvæg alþjóðleg votlendissvæði. Mýrin sú arna er kjörin á varptíma fyrir tegundir sem við þekkjum hér á landi; spóa, stelk, álft, hrossagauk sem og vepju. Enda var ein ástæða heimsóknarinnar að skoða endurheimt og viðhald svæða sem eru kjörlendi tegunda sem einnig verpa á Íslandi og eiga undir högg að sækja á svæðum þar sem landbúnaður, skógrækt og framræsla mýra eru í sókn.  Því þessar aðgerðir minnka varpsvæði þessara tegunda.

Í heimsókninni í Cairngorms hitti hópurinn marga mæta sérfræðinga: Jeremy Roberts, Chiara Alagia og Sidney Henderson frá Cairngorm Connect, Mark Hancock RSPB, Thijs Claes RSPB, Fergus Cumberland RSPB.