Tjörnin í Reykjavík skýrsla ársins 2020

Ljsm: Ólafur Karl Nielsen.

“Tjörnin er fuglagarður í miðri borg og umsjón og ábyrgð þessa svæðis er á hendi borgaryfirvalda.
Ástandfuglastofna Tjarnarinnar er óviðunandi og ekki í samræmi við mikilvægi fuglanna
fyrir borgarbúa. Vorin 2014 og 2015 var spyrnt við fótum og borgaryfirvöld stóðu að
andarungaeldi við Tjörnina til að styðja við hnignandi stofna. Það starf hefur borið
árangur og t.d. var eina gargandarkollan sem varp við Tjörnina í sumar úr sleppingum
frá 2015. Haustið 2017 voru ágengar plöntur í kríuvarpinu í Þorfinnshólma upprættar
og haustið 2018 í kríuvarpinu í Vatnsmýrarfriðlandi. Líkt og við höfum áður sagt, þá
fögnum við þessu frumkvæði og hvetjum til að haldið verði áfram á sömu braut.”

Skýrsla ársins 2020 um stöðu Tjarnarinnar í Reykjavík er að finna hér og var unnin af Jóhanni Óla Hilmarssyni og Ólafi Karli NIelsen.