Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Globalbirding – Fuglatalning á heimsvísu helgina 8.-10 október. Allir geta tekið þátt.

08.10.2021 @ 00:00 - 10.10.2021 @ 23:30

Hrafn. Ljsm. Eyþór Ingi Jónsson

Hugsið ykkur bara að taka þátt í eina stærstu fuglatalningu veraldar á einni helgi!

Það verður fuglatalning á heimsvísu og allir félagar og vinir Fuglaverndar eru hvattir til að skoða og telja fugla 8. – 10. október hvort sem er út um eldhúsgluggann, í þéttbýli, í fjöru, fjalli  eða í skógi.  Fuglavernd verður á Garskaga.

Hér er hægt að lesa um viðburðinn á heimasíðu Globalbirding.org

Það sem þarf til er skráning í viðburðinn sem kallast Globalbird weekend og stendur dagana 8.,9. og 10. október. Global bird weekend skráning fyrir einstaklinga

Síðan er bara að fara að skoða, greina tegundir og telja. Það geta verið frá örfáum t.d. fimm fuglum upp í fimmhundruð. Allt telur.

Til að geta skráð tölurnar þarf að stofna frían reikning hjá Cornell Lab Ornithology 

Leiðbeiningar um hvernig á að skrá séða fugla

Vonandi taka sem flestir fuglaskoðarar þátt í þessari miklu fuglatalningu hvort sem er í garðinum heima eða úti í víðáttunni .

 

Músarindill í Öskjuhlíð. Ljósmynd © Árni Árnason
Músarindill í Öskjuhlíð. Ljósmynd © Árni Árnason

Upplýsingar

Byrja:
08.10.2021 @ 00:00
Enda:
10.10.2021 @ 23:30
Viðburður Categories:
,

Staðsetning

Ísland
Iceland + Google Map