Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Fuglaskoðun Kjarnaskógi – Dagur íslenskrar náttúru

16.09.2017 @ 14:00 - 16:00

Frítt

Glókollur ©Eyþór Ingi Jónsson – 

Dagur íslenskrar náttúru er laugardaginn 16. september. 

Í tilefni af honum ætla Eyþór Ingi Jónsson og Fuglavernd að bjóða fólki í smáfuglaskoðunarferð um Kjarnaskóg. Tilgangurinn með ferðinni er að benda fólki á góða staði í skóginum, leyfa fólki að sjá og heyra í þeim fuglum sem þar má finna. Sérstök áhersla verður lögð á glókollinn, en hann er nokkuð algengur í Kjarnaskógi, en erfitt getur verið að sjá hann.  Glókollurinn er minnsti fugl Evrópu, aðeins um 5 grömm að þyngd.

Gott er að hafa meðferðis sjónauka, en það er þó ekki nauðsynlegt. Áhugafólk um fuglaljósmyndun er sérstaklega boðið velkomið og mun Eyþór ráðleggja fólki sé þess óskað.

Gangan ætti að vera auðveld og hægt verður farið yfir. Hún hentar vel fyrir alla fjölskylduna. Gönguvegalengdin gæti verið ca 2-3 km (fer eftir staðsetningu fuglanna) og mun gangan taka c.a. 2 klst.

Lagt verður af stað frá aðalbílastæði Kjarnaskógs (við húsið) kl. 14.

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir, sjá skráningu.

Myllumerki: #íslensknáttúra og #DÍN

Gott er að hafa með

  • Sjónauka
  • Myndavél
  • Góða skó

Huggulegt getur verið að hafa meðferðis kaffibrúsa eða smá nesti, þótt ferðin verði ekki löng.

Veðurspá fyrir laugardaginn er frábær!

Sjáumst!

Skráning

Fuglaskoðun í Kjarnaskógi – skráning

Myndirnar eru allar teknar í Kjarnaskógi

Músarrindill. ©Eyþór Ingi Jónsson
Auðnutittlingar ©Eyþór Ingi Jónsson

Details

Date:
16.09.2017
Time:
14:00 - 16:00
Cost:
Frítt
Event Categories:
,

Organizers

Fuglavernd
Eyþór Ingi Jónsson

Venue

Kjarnaskógur
Kjarnavegur
Akureyri, Iceland
+ Google Map