- This event has passed.
Fræðslukvöld – Garðfuglar
Auðnutittlingar. © Örn Óskarsson
Fimmtudagskvöldið 25. janúar verður haldið fræðslukvöld um garðfugla hjá Fuglavernd.
Hvar: Sal Barðstrendingafélagsins, Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík
Hvenær: Kl. 20:00
Örn Óskarsson félagsmaður og umsjónarmaður garðfuglakönnunar Fuglaverndar heldur framsöguerindi um garðfugla, greiningu tegunda og fóðrun þeirra. Að erindinu loknu verður einnig hægt að spyrja spurninga og opið verður á skrifstofu Fuglaverndar, er þar á kaupa fóðurhús, fuglahús, fóðrara og fuglafóður til styrktar félaginu.
Garðfuglahelgin er svo strax í kjölfarið, helgina 26. – 29. janúar 2018.
Frítt inn fyrir félagsmenn og við viljum bjóða nýja félaga sérstaklega velkomna.